Mannlýsing:

Í stuttu máli: Lævís og fláráður.
Þetta eru þau hugtök sem koma upp í huga mér við lestur þessarar fréttar. Umsóknin að EB, Sjóvá, Sparisjóður Keflavíkur og síðari einkavæðing bankana, Vaðlaheiðargöngin, háskólasjúkrahús, Harpa og loks gjafa kvóti til tuttugu ára. Þetta eru þó aðeins brot í söguna af afrekum þessa kauða.
mbl.is Skýrari skilaboð frá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi veit eg hvert þú ert að fara Jónatan en heldur tekur þú djúpt í árina.

Steingrímur vill vanda það sem hann ber ábyrgð á. Þess vegna vill hann hafa saráð við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn en við undirbúning málsins var komið ein langt á móts við sjónarmið útgerðarinnar.

Þessi kvótamál eru flóknari en ætla mætti. Braskaranir sem gerðu kvóta að féþúfu eru horfnir úr útgerðinni en eftir eru alvöru útgerðir.

Mjög mikilvægt er eins og staðan er í dag að koma í veg fyrir brask með kvóta og að hann verði gerður að féþúfu eins og var í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2012 kl. 22:47

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ekki sé ég neitt til að vera stoltur af að "vanda til verka" þegar Seingrímur stendur í því að rústa sjávarútveginum. Millistærðarfyrirtækin eins og millistéttin í landinu eiga að þurrkast út.

Óskar Guðmundsson, 5.12.2012 kl. 09:33

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki Steingrímjur að láta yfirfara frumvarpið með það í huga að koma á móts við sem flest sjónarmið?

Einhverjir aðrir hefðu keyrt þetta í gegn eins og einkavæðingu bankanna og símans, Kárahnjúkavirkjun og annað sem orkaði tvímælis.

Steingrímur er allt öðru vísi stjórnmálamaður en hasarmennirnir sem ruku milli handa og fóta og komu að lokum öllu í kaldakol.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband