3.12.2012 | 19:23
Þar kom að því.
Nú blasir það við Íslendingum, hvílíkt lán það er fyrir okkur að fyrirlitlegum handbendum EB hefur ekki enn tekist að véla þjóðina alfarið í fordæmt fenið. Þarna er t.a.m. verið að ræða um tæpa sjö þúsund milljarða og það aðalega til endurfjármögnunar spánskra banka.
Spánn óskar eftir aðstoð frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjö þúsundur milljarðar er álíka stórt og allt sem var afskrifað hjá föllnu íslenskum bönkunum. Verður Spánn beittur hryðjuverkalögum?
Án djóks þá var ég að hlusta á Sighvat Björgvinsson á Stöð 2 áðan ræna umræðu um verðtryggingu og stýra henni yfir í lítt duldan upplestur á gatslitnu evrókrata tuggunni um að krónan sé ónýt og þess vegna þurfi evru til að losna við verðtryggingu. (Svokölluð skuldaþrælkunarleið til Evrópusambandsaðildar.)
Hann ætti að prófa að kynna sé ástandið á Spáni þar sem fasteignaverð hefur hrunið um 50%. Fólk þar sem tók hóflegt lán (ekki ofrausn eins og hjá sjálfhverfa fólkinu) til dæmis 75% er núna í þeirri stöðu að skulda 150%. Á sama tíma ríkir þar 25% atvinnuleysi. Ætli Spánverjar séu líka svona sjálfhverfir að það megi þá bara líta á þetta sem svona illilega verðskuldaðar ófarir eða hvað?
Prófum að spyrja hvata...
Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2012 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.