11.11.2012 | 10:58
Hreinn og beinn
Ég skil röksemdafærslu Sigurðar svo langt sem hún nær, en er þó síður en svo sammála honum. Vilhjálmur er vel að þessum úrslitum kominn. Hann dregur enga dul á afstöðu sína í umdeildum málefnum, líkt og óvinsæl verðtryggingin verður að teljast vera og fer ekki launkofa með þjóðfélagsstöðu sína, þó hún sé á skjön við þorra landsmanna á þessum síðustu og verstu tímum. Satt best að segja þá fagna ég því að fá hreinan og beinan auðvaldssinna til metorða á Alþingi í umboði eiginhagsmuna flokksins og þar fyrir utan er Vilhjálmur bæði orðheppinn og fyndinn.
Mergurinn málsins er þó sá að ég er orðinn dauðleiður á öllum þessum "vinstri" mönnum sem þykjast vera svo miklir jafnaðarmenn og réttlætis postular, en eru í raun og sanni undir grímunni, nákvæmlega sömu "kapitalistarnir" bara auðvirðilegri.
Mergurinn málsins er þó sá að ég er orðinn dauðleiður á öllum þessum "vinstri" mönnum sem þykjast vera svo miklir jafnaðarmenn og réttlætis postular, en eru í raun og sanni undir grímunni, nákvæmlega sömu "kapitalistarnir" bara auðvirðilegri.
Þjóðin þarf ekki Villa verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.