Tækifæri til að kjósa ykkar eigin "landráðamann" í prófkjöri dagsins

Það er kanski að bera í bakkafullan lækinn að blogga aftur um leyfi það sem samþykkt var á Alþingi, þess efnis að veita undanþágu frá gjaldeyrishöftum og greiða útvöldum erlendum kröfuhöfum milljarða í beinhörðum gjaldeyri í trássi við landslög og heilbrigða skynsemi.
Í bloggi frá 27.okt með fyrirsögnina "Afbrot" óska ég eftir að upplýst verði nákvæmlega hvaða nafngreindir þingmenn hafi þar átt hlut að máli.
Hér er nefnilega líkt og í "Icesave" atkvæðagreiðslunum um mál að ræða, þar sem úrslit atkvæðagreiðslunar gengur þvert á hagsmuni þjóðarinnar og ef ekki til koma haldgóðar og greinagóðar útskýringar á ráðstöfun atkvæðisins, þá vaknar grunur um að brögð séu í tafli. Ég er því miður svo illa innrættur, að ég fellst ekki á að um megi kenna einfeldni eða grandaleysi þessara "öðru fremur, útsmognu eiginhagsmunaseggja" þegar svona ber undir.
mbl.is Vilja að forsetinn beiti sér gegn útgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband