Undirlægjur

Þeir fulltrúar alþýðu Íslendinga sem endurkusu forseta ASÍ þrátt fyrir vafasamt mannorð hans, ganga þvert á vilja meirihluta umbjóðenda sinna. Þessir fulltrúar verðskulda að hljóta bágt fyrir undirlægjuháttinn.
mbl.is Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Á fundinum voru nær eingöngu ESB sinnar og Samfylkingarfólk...Gylfi Arnbjönsson er ekki maður Alþíðunar..

Vilhjálmur Stefánsson, 19.10.2012 kl. 17:24

2 Smámynd: Sandy

Gylfi hefur aldrei verið maður alþýðunnar. Og með undirlægjuháttinn get ég verið alveg sammála. Er ekki hægt að birta myndir af þeim fulltrúum sem sitja á þingi ASÍ og kjósa Gylfa í trássi við vilja mjög marga félagsmanna?

Þegar ég sá niðurstöðurnar þá datt mér í hug kosningar í einræðisríkjum þar sem óeðlilega oft er sitjandi ráðamaður kosinn aftur og aftur sama hvað fólkið segir.

Sandy, 20.10.2012 kl. 07:33

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég gæti best trúað að Vilhjálmur hafi rétt fyrir sér hvað upplag og misjafnt innræti viðstaddra fulltrúa snertir og enn frekar tek ég undir með Sandy hvað þá kröfu snertir að þessir svokölluðu fulltrúar alþýðu manna á Íslandi kjósi undir nafni, en ekki í leynilegri kosningu eins og nú tíðkast. Þegar úrslitin ganga gjörsamlega í berhögg við vilja almennings og heilbrigðrar skynsemi, þá er potturinn brotinn, eða með öðrum orðum "maðkur í mysunni"

Jónatan Karlsson, 20.10.2012 kl. 09:41

4 identicon

já jónatan þú hittir naglann á höfuðið,

þetta er svipað og í icesave, þeir kjörnu

vilja hlekkja umbjóðendur sína í skuldafjötra

og það þarf sögulegt inngrip þeirra til að

kasta af sér þessa fjötra með 2 þjóðaratkvæðagreiðslum.

Hvernig ætli hafi farið í beinni atkvæðagreiðslu?

ef menn höfnuðu því er næsta víst að þeir eru logandi hræddir

við lýðræðið og umbjóðendur sína.

hannes (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband