Jeppi á Fjalli

Þessi útnefning friðarverðlauna sænska sprengiefna -framleiðandans Nobel, er jafnan uppblásin og út básúneruð athöfn þar sem tiltekinn einstaklingur eða stofnun er skreytt þessum skrautlega titli. Sannast best að segja, þá segir valið á þessum friðarverðlaunahöfum Nóbels meira um valnefndina og raunar alla norsku þjóðarsálina, heldur en alla þessa verðlaunahafa, sem alla jafna eru allt annað en einhverjar friðardúfur og á stundum ýmist fjöldamorðingjar eða hryðjuverkamenn.
Danski ritsnillingurinn, Ludvig Holberg, sem reyndar var norskur að upplagi, fjallar um drykkfelda bjálfann "Jeppa á Fjalli" í samnefndu leikriti. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, en fyrir þá sem til þekkja, þá er samlíking eigingjarns hátternis Norðmanna á alþjóðasviðinu sláandi lík framkomu Jeppa þegar hann rankar ítrekað við sér eftir ofneyslu snafsins, eða olíunar sem nú á við og allir viðstaddir sjá og hafa gaman af að sjá Jeppa ræfilin niðurlægja sig í smásmugulegu atferli sínu og opinbera hvern mann hann hefur í raun að geyma.
mbl.is Breyta ekki afstöðu Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband