Áttavilltur

Ég virði hreinskilni Bjarna í þessu máli , líkt og ákvörðun hans um að taka sæng sína eftir vandræðalegt tölvupósts klúðrið um árið. Ég skil líka vanda Bjarna við að finna stjórnmálaflokk við hæfi hér á landi, einfaldlega vegna þess að flestir sómakærir, föðurlandsvinir fyrirlíta daunillan "fjórflokkinn" og eiga því við sama vandamálið að etja.
Ég vil ráðleggja Bjarna að kynna sér hvar eftirtaldir nafnkunnir einstaklingar þrífast í flokki best, áður en hann festir ráð sitt næst: Vilhjálmur Birgisson, Ólafur Ísleifsson, Ólafur Arnarson, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Jóhannes Björn, Arnþrúður Karlsdóttir, Aðalsteinn Á. Baldursson og Pétur Gunnlaugsson svo nokkrir góðir séu nefndir. Ég vona að Bjarni nái að lokum áttum og finni leið til að gagnast þjóð sinni í baráttunni við rumpulýðinn sem hér ríður húsum nú um stundir.

mbl.is „Subbulegar alhæfingar“ í ræðu Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló, Tani. Um hvaða flokk  ertu að tala? Þar sem "nafnkunnir" einstaklíngar þrífast, hvað svo sem það þýðir.

Þú ert vonandi ekki að tala um hálfvita flokkinn, Hægri grænir?

Það er ekki einu sinni hægt að stimpla þá sem fasista.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 12:25

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll sjálfur.

Þetta er einmitt vandamálið. Ég er að tala um flokk sem ekki er til. Ég taldi þarna upp nokkra einstaklinga sem ég álít heiðvirt og skynsamt fólk, en fyrst og fremst gagnrýnið á rotið stjórnkerfi landsins. Það spaugilega við þetta er það helst, að þó ég hljómi eins og stjórnleysingi, þá er það fjarri lagi, en mér (líkt og mörgum) ofbýður rányrkja, taumlaus hagsmuna gæslan og nánast þau landráð, sem stunduð eru leynt og ljóst út um allt kerfið. T.a.m. er örugglega hægt að telja heiðvirða alþingismenn á fingrum annarar handar, miðað við þögn þeirra og samstöðu í eigin frama poti. Samfylkingin er flokkur þess hluta Íslendinga sem frá landnámi hafa fundið þá þörf brýnasta að selja sjálfstæðið í hendur útlendinga gegn frama og bitlingum og er að eðlisstærð u.þ.b. 10 - 20%. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru þessir gömlu höfðingja flokkar landbúnaðar og sjávarútvegs og síðar Smokkfiskurinn og Kolkrabbinn. Nú í dag eru aðstandendur og forvígismenn þessara fyrrum höfðingja ókræsileg og óboðleg hjörð snæris þjófa og lítilmenna. Nú svo er það verkamannaflokkurinn Vg sem líkt og hinir fyrrnefndu er búinn að týna hugsjónunum og sjálfum sér í ærslafullum dansi leiðtogana í kringum gullkálfinn. Eðlilegt fylgi verkamannaflokks er nálægt 20% en líklega er Vg nú að djamma í eigin erfidrykkju, án þess þó að gera sér grein fyrir því.

Nú, síðan eru það þessi nýju framboð sem erfitt er að muna hvað heita, þó held ég að það sé Samstaða, Dögun og Björt framtíð auk Svarta Péturs, öðru nafni Hægri grænir. Samstaða líður helst fyrir skort á samstöðu, Dögun gleypti og tortímdi, líkt og svarthol, ágætu framtaki sem hét Frjálslyndir og blessuð sé minning þeirra og Bjarta framtíðin er ekki beinlínis lífvænleg, þó ekki sé meira sagt.

Hvað segir þú um þetta Haukur? Erum við tilneyddir til að kjósa "fasistana" í skorti á öðru betra, eða eigum við að vona að að fram stígi fylking heiðvirðra föðurlandsvina?

Jónatan Karlsson, 26.8.2012 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband