Heimsklassa handbolti

Því miður erum við Íslendingar að kveðja stórkostlegt tímabil með íslensku keppnisliði í alþjóðlegri hópíþrótt, sem er stórkostlegt, miðað við stærð þjóðarinnar. Þetta er þó ekki einsdæmi.Danska landsliðið í knattspyrnu fyrir rúmum þrjátíu árum og svo má auðvitað nefna Skagaliðið, sem enn er talað um hálfri öld síðar. Öðru máli gegnir um einstaklings framtakið. Þar geta Íslendingar auðvitað haldið í þá von að fram komi ofurmenni á borð við Jón Pál Sigmarsson, er gæti fært þjóðarsálinni gull á Ólympíuleikum á komandi árum, en þetta stórkostlega tækifæri sem við vorum svo sárgrætilega nálægt er glatað og kemur líklega aldrei aftur. Í kjölfar silfursins í Peking, varð mikil vakning í íslenskum handbolta, líkt og vonbrigðin nú munu draga dilk á eftir sér. Íþróttafréttamanni þeim er lýsti örlagaleiknum við Ungverjaland rataðist líka réttilega orð á munn, þegar hann kastaði fram þeirri tilgátu að allir þessir kappar í einstöku heimsklassa liði okkar, væru sennilega samtals með lægri laun en nýliðinn hjá Tottenham, Gylfi þór Sigurðsson. Takk fyrir skemmtunina strákar.
mbl.is Frakkar aftur í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband