8.7.2012 | 15:06
Dularfullt
Það er eitthvað stórkostlegt misræmi í fullyrðingum yfirvalda um mannúðlegar aðstæður hælisleytanda hér á Íslandi. Í fyrsta lagi ættu nánast engir slíkir að finnast hér, vegna skýrra alþjóðasamninga um að senda beri hælisleytendur aftur til þess lands sem þeir voru að koma frá og ættu jafnvel tregustu starfsmenn flugvalla og hafna auðveldlega að geta grennslast fyrir hvaðan viðkomandi hælisleytandi var að koma.
Annað er þó öllu dularfyllra. Dag eftir dag les maður um örvæntingafullar tilraunir þessara veslinga til að flýja af landi brott. Eru þessi hælisleytenda athvörf einhverjar dulbúnar þræla-eða pyntingabúðir og afhverju er þessum ólukkulegu einstaklingum ekki bara leyft að snúa tilbaka, lögum samkvæmt?
Annað er þó öllu dularfyllra. Dag eftir dag les maður um örvæntingafullar tilraunir þessara veslinga til að flýja af landi brott. Eru þessi hælisleytenda athvörf einhverjar dulbúnar þræla-eða pyntingabúðir og afhverju er þessum ólukkulegu einstaklingum ekki bara leyft að snúa tilbaka, lögum samkvæmt?
Lokuðu sig inni á salerni flugvélar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er enn að LEITA að orðinu ,,leytendur" í orðabókum en finn það hvergi. Þú hlýtur að hafa búið það til.
Karen (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 15:19
Auðvitað hefur þú rétt fyrir þér Karen.
Jónatan Karlsson, 8.7.2012 kl. 15:32
Ég veit ekki nema Jónatan hafi þarna hitt á rétta nýyrðið yfir þá leitendur/leytendur sem vilja flýja leitina - að öllu leyti. :)
En auðvitað á að senda þessa menn til baka þangað sem þeir áttu fyrir réttmætar hælisumsóknir - þeir vilja alls ekki vera hér!
Ekki yrði svo verra ef þeir létu það spyrjast að Ísland sé gildra hælisleitandans...
Kolbrún Hilmars, 8.7.2012 kl. 15:51
Hef nú komið í nokkrar íbúðir sem eru fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ og verð að segja að það er ágætlega búið um þetta fólk. Það fólk sem sér um hælisleitendur í Reykjanesbæ er að gera hlutina mjög vel. Strandar kannski frekar allt á hvað lengi er verið að vinna að þessum málum hjá t.d. Útlendingastofnun og í ráðuneytum.
Svo er þetta auðvitað alltaf spurning af hverju fólki er ekki vísað strax til upprunalands innan evrópu? Kann ekki lagalegar skýringar á afhverju þetta fólk endar hérna.
Þ.Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 17:19
Milliríkjasáttmali finnst einhversstaðar í kerfinu um að senda eigi hælisleitendur til þess lands sem þeir koma frá. Flóttamenn geta þeir ekki verið, því það er ekkert stríð í Alsír. Eru íslendingar svona aumingjagóðir að henda peningum í þetta fólk sem rúllar á milli landa Með lygum og fölskum forsendum? Ætlum við að lenda í sömu súpunni og hinar norðurlandaþjóðirnar? (undanskilið Finnland) 95% af vandamálum hjá norðurlandaþjóðum er: Ólöglegir innflytjendur. Kostnaður vegna þeirra mælist í milljörðum króna.
Verði þessu liði hleypt ótakmarkað inn í landið þá sitjum við flöt í forinni eftir 2-4 ár. Hverjir eru ábyrgir??? Þarf Landsdóm á þetta stjórnarlið?
Jóhanna (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 19:56
Þetta er í fyrsta skipti svo ég viti til, að einhverjum hafi verið meinað með valdi að flýja frá Íslandi. Það tíðkaðist hinsvegar lengi vel í Austur-Þýzkalandi sáluga.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2012 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.