23.6.2012 | 21:00
Ásýnd afhjúpar innri mann
Það má oft sjá á andlitssvip og augnaráði fólks, hvern mann það hefur að geyma. Össur ber það hreinlega utan á sér að þar fer tækifærissinnaður framagosi sem glaður og flyssandi myndi selja ömmu sína fyrir rétt verð. Og hvað með flöktandi lymskufullt augnaráð þeirra Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar og Tryggva Þórs Herbertssonar? Þá er stingandi íkalt augnaráð forsætisráðherra vel til þess fallið að vekja hjá manni langvarandi ónot og vanlíðan. Síðan eru það auðvitað refslegar ásýndir Ásbjarnar Óttarssonar, Þórs Saari og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hvað með kuldalegar vandlætingar grímur þeirra Álfheiðar Ingadóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur. Svona gæti ég haldið áfram, en læt nægja að spyrja: Myndir þú kaupa notaðan bíl af þessu fólki?
Samningsmarkmiðin tilbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fólk hætti að mótmæla á Austurvelli,þegar það var í þann mund að hrekja það frá völdum.
Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2012 kl. 21:40
Sæl Helga
Ég læt hér fylgja athugasemd mína við ágætum pistli Ómars Geirssonar frá því í morgun:"Er lokaorustan um Ísland hafin?"
Góðan daginn Ómar.
Ég gleðst yfir lokaorðunum í þínum þó svo mjög ískyggilega pistli og vona með þér að það sé einhver glæta framundan með góðra manna hjálp. Mínar samsæriskenningar um á hvern hátt auðhringarnir sem eru hafnir yfir öll landamæri hyggjast bæta öllum auðlindum Íslands í safn sitt, samræmast nokkuð þínum. Svona til að undirstrika ráðabruggið, þá samþykkti "þjóðþingið" á síðasta starfsdegi sínum þá ósk Evrópusambandsins að hækka ábyrgðartryggingu ríkissjóðs á innistæðum bankana, úr 20 í 100 þúsund evrur. Enginn greiddi atkvæði gegn þessu og rann þetta létt og hljóðalaust í gegn. Þetta þýðir einfaldlega að þegar einn eða allir bankarnir tilkynna einhvern daginn að þeir séu gjaldþrota og í framhaldinu opinbera að 100 þús evrópskir reikningseigendur vilji að staðið sé við samningana, að þá eru allar eigur ríkissins sannarlega glataðar um aldur og ævi. Ef með guðs hjálp og góðra manna tekst að koma í veg fyrir þessi drottinsvik og unnt verður að draga landsölufólkið fyrir alvöru Landsdóm, þá ætti hann að taka hliðsjón dómum frænda okkar Norðmanna yfir Qvistling og hans vösku sveinum í lok síðustu heimsstyrjaldar, þó svo að samvinna hans við Þjóðverja væri hvergi nærri eins skipulögð og auðvirðileg og framferði þessara fáu tuga íslendinga sem eru að gulltryggja sig inn á fyrsta farrými í alþjóðasamfélagi framtíðarinnar.
Jónatan Karlsson, 23.6.2012 kl. 11:15
Jónatan Karlsson, 23.6.2012 kl. 22:42
Hvað væri gert við Össur væri hann Ráðherra í Rússlandi og hagaði sér gagnvart Landinu í Brussel eins og hann gerir nú???
Vilhjálmur Stefánsson, 24.6.2012 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.