Til hamingju Framsókn

Nýjustu fréttir af útgöngu og væntanlegu klofnings framboði Guðmundar Steingrímssonar, hafa þau áhrif á a.m.s.k. mig, að eins og mál standa í íslenskum stjórnmálum nú um stundir, þá er Framsókn að verða líklegust til að hljóta atkvæði mitt ef til kosninga kæmi. Sigmundur Davíð er óskrifað og óspjallað blað, enn sem komið er, en kosturinn við Framsókn eftir brotthvarf Guðmundar er að fleirri Evrópubandalags kerlingar fylgja honum í einhvern styrktarflokk Samspillingarinnar, líkt og heppnaðist svo glæsilega hjá Icesave hyskinu í Reykjavík, með Besta flokkinn. Síðustu áratugi héldu karlar eins og Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson auðvitað öllu andlega heilbrigðu og heiðarlegu fólki frá þessum flokki, en eftir hrunið var tekið til hendinni og hreinsað út og nú lítur út fyrir að Brussel vonbiðlarnir gefi gömlu SÍS mafíuni nýtt líf. Ég spái Framsókn a.m.s.k. 25% fylgi og þess utan að G.S. o/co verði dreginn á land í búðir Samfylkingar eftir skamma sneypuför. 

mbl.is „Á ekki lengur heima í Framsókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég spái því að pólitískum ferli piltsins sé nú lokið.

Þetta sjálfsmat hans var held ég alveg skelfileg reikningsskekkja.

Árni Gunnarsson, 22.8.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband