Árangurslaus leit?

Þetta mál hlýtur að vera auðvelt að upplýsa. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að leigubílaröðin í Lækjargötu er sá staður í Reykjavík, sem snarpir heilar borgar- og lögreglu yfirvalda myndu velja fyrstan að vakta um nætur, þó svo þeir hefðu aðeins eina myndavél til umráða. Það er á færi margra borgar eða ríkisstarfsmanna að finna greinilegar og auðþekkjanlegar myndir af atvikinu frá þessum atburði og jafnvel birta þær í fjölmiðlum ef áhugi er fyrir hendi að upplýsa um hvaða "vopnuðu" fjórmenninga er að ræða. Ef þetta atvik verður ekki upplýst skilmerkilega, þá gæti tortryggum borgara, á þessum síðustu og verstu tímum, hætt til að leggja saman tvo og tvo og fengið út fjórar löggur á fyllirí. 

mbl.is Beittu piparúða í leigubílaröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert bjartsýnn ef þú heldur að þetta sé svona auðvelt.

Ég varð sjálfur fyrir líkamsárás í miðborginni, nánar tiltekið í miðju Austurstræti sem er líklega best vaktaði staður landsins með myndavélum.

Það dugði þó ekki til, þegar árásin var kærð sagðist lögreglan bara ómögulega geta fundið út hverjir þetta væru út frá myndunum einum saman og bar við skorti á mannskap. Ef þeir fengju hinsvegar nafn viðkomandi væri annað uppi á teningnum.

Þeir ætluðust sem sagt til þess að fórnarlambið upplýsti sjálft glæpinn.

Ef við beitum "lögjöfnun" á þetta að hætti fjármálaráðherra, þá má allt eins búast við því að í kjörbúðum þurfi fólk framvegis að mjólka beljuna sjálft ofan í fernu.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2011 kl. 13:28

2 Smámynd: Óskar

Alveg er Guðmundur ótrúlegur- tekst að koma fjármálaráðherra inn í líkamsárásarsögu af sér!  Held að maðurinn ætti að fara að leita sér hjálpar við hatri sínu á stjórnvöldum.  Þetta er bara serious.

Óskar, 14.8.2011 kl. 13:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Blessaður enn og aftur Óskar.

Hafðu engar áhyggjur, ég nýt nú þegar mikillar hjálpar ýmissa aðila við að halda úti stjórnarandstöðu. Það er lögmæt afstaða, burtséð frá aðdróttunum þínum.

En ef þú sérð ekki spaugilegu meininguna með samlíkingunni og virðist enn fremur haldinn þeirri þráhyggju að elta uppi bloggskrif mín til að snúa út úr þeim með illkvittnum aðdróttunum, þá er það nærtæk spurning hver þarfnast hjálpar?

Í slíkri orðræðu ert það fyrst og fremst þú sjálfur sem hefur notað orðið hatur. Þér er það að sjálfsögðu frjálst, enda ríkir málfrelsi og skoðanafrelsi á Íslandi.

Það getur samt varla verið hollt að hafa hatur á heilanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband