Spunameistarar á ferð ?

Það er því miður frekar ólíklegt að þessi kosning um hvort íslenskur almenningur axli þessar óréttlátu og ólögvörðu kröfur fari fram á vef Innanríkis ráðuneytisins : www.kosning.is  Þessi stjórn sem nú ræður ríkjum hér á Íslandi ber hag fámennrar spilltrar klíku sannkallaðs landsölufólks fyrir brjósti og lætur sér fátt um finnast, þegar kemur að framtíðar horfum almúgans, sem þrælar til frambúðar hér á skerinu ólíkt þessum fáu sem eru hafin yfir öll landamæri og siðferðis mörk. Það verður að teljast frekar slæg blaðamennska frá hendi mbl ( venju samkvæmt ) að birta þessa tilkynningu bara sí svona. Ég, auk a.m.s.k. sex tuga þúsunda annara sannkallaðra íslendinga bíðum eftir að geta ritað undir áskorun til Forseta Íslands um að standa fastur fyrir og neita að skrifa undir "Icesave" og láta þjóðina taka ákvörðun um hvort hún velji að borga og viðurkenni þar með sök sína eða hvort hún vilji að þessi óréttmæta krafa fari fyrir alla þá dómstóla sem þörf þykir og lúffi ekki fyrir vendinum. Hvar eru Indefense núna?  

mbl.is Undirskriftasöfnun gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

http://www.kjosum.is/ er rétt lén

Axel Þór Kolbeinsson, 12.2.2011 kl. 12:25

2 Smámynd: Umrenningur

Það er nákvæmlega það sem fréttin hjá mbl.is snýst um. Kosningin er á http://kjosum.is/

Umrenningur, 12.2.2011 kl. 12:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband