Sannleikurinn er sagna bestur

Hér sýnir Ögmundur Jónasson á einfaldan hátt fram á innviði fjármálaráðherra og reyndar flestra þessara svokölluðu fulltrúa þjóðarinnar, sem undanfarið hafa reynt að koma höggi á Forseta Íslands, fyrir það eitt að sinna starfi sínu. Fyrir utan almenna öfund og illmælgi, þá eru það sérstaklega óþokkað að forsetinn skyldi dirfast að standa uppi í hárinu á meirihluta alþingismanna - og kvenna og skjóta vafasömum meirihlutaúrskurðum þeirra til þjóðaratkvæðisgreiðslu. Þetta verður honum aldrei fyrirgefið, þó svo að hver heilvita maður sjá nú greinilega hvílíkt lán það var að þjóðníðingarnir 33 skyldu ekki komast upp með glæpasamninginn, sem þau ætluðu að leggja á þjóðina - ofan á allt hitt, en það verður nú nánast með hverjum degi ljósara að jafnvel meirihluti þessara alþingismanna sem þiggja laun og rúmleg fríðindi fyrir að gæta hagsmuna þjóðarinnar eru í raun glæpahyski sem einungis skaraði eld að eigin köku og ættu með réttu að sitja bak við lás og slá.
Ögmundur Jónasson er einn af þeim þjóðkjörnu sem ég hef aldrei heyrt orðaðan við mútuþægni, ofurlán eða annað þvílíkt og sannar hér enn að hann er einn af örfáum sem á skilið þann heiður að sitja á Alþingi Íslands, hvað sem stjórnmálaskoðunum hans líður.

mbl.is Ögmundur kemur forsetanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Sammála þér. Betra væri ef þjóðin hefði fleiri þingmenn eins og Ögmund.

Hamarinn, 24.4.2010 kl. 11:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála svona eiga menn að vinna ekki láta flokksræðið taka yfir með tilheyrandi græðgi og spillingu!

Sigurður Haraldsson, 24.4.2010 kl. 11:34

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Strákar, endilega minnið forsetann á að segja útlendingunum frá þessum ísbjörnum, sem ganga orðið á land hérna með stuttu millibili. Þeir geta bitið menn illilega. Jafnvel étið. Það má ekkert draga undan af öllum hættunum sem eru hér á Íslandi.

Þórir Kjartansson, 24.4.2010 kl. 13:24

4 Smámynd: Hamarinn

Þetta er afskaplega fyndið hjá þér Þórir.

Hamarinn, 24.4.2010 kl. 14:41

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar óöld eða stríð rýkir há öðrum þjóðum er fólki eindregið ráðlagt frá því að heimsækja þau lönd hvers vegna ættum við að vera dauð hreinsuð af öllu sem getur gerst og hefur gerst það skil ég ekki.

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband