Slakir fjölmiðlar

Í morgun var ég af rælni með kveikt á fréttatíma kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV9. Þá heyrði þá minnast á að Evrópusambandið hefði verið að samþykkja að taka á sig skaðann sem hið ófullkomna regluverk hvað varðar bankaábyrgðir orsakaði er misvitrir og misheiðarlegir banka stjórnendur nýttu sér það til hins ítrasta, sem síðan leiddi til hrunsins sem við erum öll að greiða fyrir. Er það ekki furðulegt að ekki sé minnst á þetta einu orði á mbl.is eða svo ég sjái á öðrum fjölmiðlum? Var mig kanski að dreyma eða er óskhyggjan að fara úr böndunum EÐA er þetta bara enn eitt dæmið um sofandi eða nánast steindauða fréttamenn hér á landi sem aðeins virðast geta sótt launin sín og með herkjum þýtt fréttaskot sem beinlínis eru mötuð í þá frá CNN, BBC og DR. Það mætti halda að það væri aðeins einn fréttamanna skóli, líkt og því er varið með kennara íslenskra grunnskóla barna en allir sjá hvernig íslensk grunnskóla börn eru að spjara sig í öllum alþjóðlegum samanburðar könnunum og ég held að það sé ekki vegna þess að íslenskir krakkar séu heimskari en gengur og gerist með erlenda jafnaldra þeirra.
Ég gleymi því aldrei í aðdraganda síðustu alþingiskosninga að þá stóð RÚV fyrir svokölluðum borgarafundum í beinni útsendingu, að hinir vösku spyrlar, þ.e.a.s. Sigmar og að mig minnir Þóra spurðu þá Ástþór og Guðjón frá P- lista og frjálslyndum hvað væri til ráða til að afla tekna. Þeir svöruðu því báðir til að það ætti að efla veiðar, en þá stungu fréttamennirnir snarlega upp í þá og sögðu að það dyggði nú skammt, þar sem allar geymslur væru nú fullar af fiski og ekkert seldist úr landi. Þetta duggði illu heilli til að þagga niðri í þeim Ástþóri og Guðjóni, en á nákvæmlega þessum sama tíma var sannleikurinn í þessum fiskútflutnings málum sá að íslensku fragtskipin voru viku eftir viku svo drekkhlaðin af frystigámum á leið á Evrópumarkað sem aldrei fyrr, að þau voru nánast eins og kafbátar og að sjálfsögðu allar geymslur hálf tómar. Þetta eru bara tvö dæmi sem ég nefni, en ég vona að það fyrrnefnda endi nú með að rata fyrir sjónir þjóðarinnar, þó að síðarnefnda dæmið hafi aldrei verið leiðrétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband