9.3.2024 | 11:23
Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi komandi Forsetakosninga.
Þann 26. apríl rennur framboðsfrestur út og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði til forseta.
Kosið verður til embættis forseta Íslands 1. júní 2024.
Opnað hefur verið fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð á Ísland.is og eru nú í dag laugardaginn 9. mars, sautján frambjóðendur þegar skráðir til leiks og byrjaðir að safna meðmælendum og verða hver um sig að ná a.m.k. 1500 nöfnum úr öllum landsfjórðungum rafrænt eða skilmerkilega undirrituðum á hefðbundin máta fyrir tilskildan tíma.
Ef að líkum lætur mun fjöldi frambjóðenda verða margfalt meiri en áður hefur þekkst og því blasir við sá möguleiki að tilvonandi Forseti Íslands nái kjöri með aðeins 5 - 10% kjörfylgi að baki og hlýtur það að kallast óásættanlegt.
Tilvonandi kosninga fyrirkomulagi verður hreinlega að breyta, eða hagræða á þann veg að sá frambjóðandi sem sigrar hafi fylgi meirihluta kosningabærra Íslendinga sér að baki.
Svipað kosninga fyrirkomulag þekkist víða og hefur auðvitað í för með sér aukna fyrirhöfn og kostnað, en með nýrri tækni í takti við nýja tíma er auðveldlega hægt að halda fyrri 1 - 2 hluta kosningana rafrænar, en kjósa loks á hefðbundinn máta á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem eftir standa á sjálfan kjördaginn 1. júní, svo allur þorri landsmanna megi vel við una.
Salvör Nordal íhugar framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |