Duga fimm prósent fyrir Bessastöðum?

Enn bætist frambærilegur frambjóðandi við í hóp þeirra einstaklinga sem náð hafa 35 ára aldri og óska eftir að verða næsti Forseti Íslands.

Með núverandi fyrirkomulagi nær sá frambjóðandi kjöri sem flest atkvæði hlýtur eftir að gild atkvæði hafa verið talin að kosningu lokinni.

Það hlýtur að vera á færi flestra að reikna út þann fræðilega möguleika að ef tala frambjóðenda er hærri en tuttugu, þá gæti sigurvegarinn staðið uppi með einungis rúmlega fimm prósenta þjóðarfylgi sér að baki.

Auðvelt er að ímynda sér að ýmsir hlutfallslega fámennir sérhagsmuna hópar kjósi sinn frambjóðanda burtséð frá hagsmunum annara landsmanna og því hlýtur að blasa við, að kjósa verður í a.m.k. í tveimur umferðum til að tryggja að næsti Forseti Lýðveldisins njóti sannarlega fylgis meirihluta þjóðarinnar.

Liggur þetta ekki í augum uppi?


mbl.is Halla Tómasdóttir ætlar í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband