Afmæli hernáms Íslands.

Í dag, eða þann tíunda maí árið 1940 var Ísland hernumið af breskum her, þrátt fyrir að einhverjir telji sjálfum sér og öðrum trú um að aðgerðin hafi einungis verið í þágu okkar, en einmitt þau sömu rök notuðu Þjóðverjar fyrir hernámi Danmerkur og Noregs mánuði áður og reyndar samdægurs fyrir hernámi Hollands, Belgíu og Lúxemborgar, eins fjarstæðukennt það nú er, eins og öllum ætti að vera ljóst.

Nú er öldin önnur, því Þýskaland og Japan sem töpuðu stríðinu og eru reyndar enn hernumin af Bandaríkjamönnum, þrátt fyrir að sama verndar-tuggan sé þar enn við lýði, en nú breggður svo við að einmitt gömlu nasistarnir og synir sólarinnar eru orðnir bestu ljúflingar , en Rússarnir sem fórnuðu flestum mannslífum í styrjöldinni eru nú orðnir vondu karlarnir.

Hvergi í fréttum dagsins hef ég heyrt minnst á þetta sorglega hernám okkar, né reyndar margar aðrar fréttir sem huglausir og/eða vanhæfir blaðasnápar þessa bleðils og annara hér í ástandinu ættu að fjalla hreinskilningslega um, eða eins og skáldið sagði: Afsakið meðan ég æli.


Bloggfærslur 10. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband