Er Benjam­in Net­anya­hu holdgervingur hins illa?

Ég er óravegu frá að hafa einhverja yfirnáttúrulega hæfileika, en þegar ég sé skýrar nærmyndir af þessum forsætisráðherra Ísraels, þá fer samt ónota hrollur um mig.

Ég veit alveg að það eru mörg illmenni og óþverar á ferðinni í háum og lágum stöðum, sum dásömuð og önnur fyrirlitin, rétt eins og pólitískir vindar blása og okkur ætlað að fylgja í hlýðnum hópi.

En stundum gengur þó hræsnin og tvískinnungurinn fram af mér, eins og þegar kemur að auðsveipninni gagnvart framkomu Ísraelsmanna gegn svívirtum og undirokuðum Palestínumönnum, sem er svo viðurstyggileg, að það er hreinlega ógeðslegt að þetta hyski sem þykist vera trúað og gott fólk hér í nærumhverfinu, geti horft framhjá og afsakað sig með að við hefðum nefnilega verið svo vond við gyðinga fyrir meira en tveim mannsöldrum síðan.


mbl.is Netanyahu í hefndarhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband