Íslenska geðveikin.

Ég minnist þess gjarna eftir lestur frétta á borð við þessa, að mér var tamt að segja hér á árum áður, að til að viðhalda geðheilsu hér á landi, þá væri a.m.s.k. ein árleg utanlandsför nauðsynleg og sýnist mér nú að ég hafi fyllilega haft á réttu að standa.
Nú eftir stutt jólafrí erlendis, þá blasir við mér frétt hér á mbl.is um nýja bílastæðastefnu meirihlutans í borginni.

Sú raungerða hugljómun varaformanns umhverfis-og skipulagsráðs höfuðborgarinnar á einum þessara svokölluðu þéttingar reita Reykjavíkur sem kemur hér greinilega fram er ágætt dæmi um enn eina vitleysis þvingunina til viðbótar við allar hinar skerðingarnar, sem flestir fullfærir vegfarendur, aðrir en að mínu mati þröngsýnt vinstri-öfga liðið, stendur fyrir.

Þarna er sem sagt verið að troða fjölbýlishúsi fyrir við Snorrabraut með fáum eða engum bílastæðum fyrir íbúana, sem opinberar þessa nýju stefnu í allri sinni dýrð.

Fyrir utan hlægilega takmarkaða getu og hæfileika þeirra sem fá greitt fyrir að annast umferðar flæði í þessari litlu borg sem Reykjavík sannarlega er, þá get ég sem eineltur akandi vegfarandi bætt við að minn fyrsti reikningur ársins svokallaður var bifreiðaskattur upp á rúmar 23,000 og ofan á það get ég nefnt að í gær keypti ég bensínlítran á 255 krónur á Ítalíu, en rétt áðan hér hjá Olís á 329,60.

Þessi kurteislegi útblástur minn um vanhæfni borgaryfirvalda er einungis brota brot af hörmulegu ástandinu og verð ég því miður að láta í ljós það álit mitt, að hér á landi sé ekki einn einasti hlutur sem ég geti fullyrt að sé til fyrirmyndar.


mbl.is Borgarbúar samnýti bílana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband