1.5.2022 | 10:09
Framhald á bannfæringu Gylfa Sigurðssonar.
Hið fornfræga félag Everton er í bullandi vandræðum á öfugum enda ensku úrvalsdeildarinnar. Ekkert félag á að baki fleiri tímabil í efstu deild þar um slóðir og fall Everton myndi því sæta stórkostlegum tíðindum.
Með þessum orðum hefst grein Orra Páls Ormarssonar í sunnudagsútgáfu Mbl. í dag. Þessi langa og ítarlega myndum skrýdda umfjöllun um erfiðleika þessa sögufræga liðs er rakinn ítarlega og frammistaða leikmanna og þjálfara grandskoðuð í löngu máli.
Ótrúlegt en satt, þá minnst blaðamaðurinn ekki einu orði á fjarveru fyrirliðans og þeirra dýrasta manns, Gylfa Sigurðssonar, sem þó er líklega helsta ástæðan fyrir slakri stöðu liðsins, líkt og segja má um sorglegt hrun íslenska landsliðsins í ruslflokk.
Er blaðamaðurinn einungis svona sorglega illa að sér, eða er hann að fylgja fyrirmælum um þöggun?
![]() |
Fellur þaulsætnasta félagið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |