17.12.2022 | 11:31
Spaugilegt dæmi um spillta stjórnsýslu.
Þetta síðasta dæmi um gengdarlausa hagsmunagæslu valdhafa í þágu umbjóðenda sinna er auðvitað smámunir í samanburði við öll þau rán og myrkraverk sem landsmenn eru trakteraðir á alla daga.
Þessar hundrað milljónir eru auðvitað hreinir smáaurar í samanburði við góssið sem þetta hyski, eða landráðapakk, eins og ég myndi kalla það, vinnur leynt og ljóst að sölsa undir sig alla daga, en gjörningurinn undirstrikar og sannar illan ásetninginn.
Það er nefnilega ein önnur einkarekin útvarpsstöð hér á skerinu, sem líkja má við flein í holdi stjórnvalda, því þar er orðið frjálst og öll viðhorf og sjónarmið viðruð þar óheft í beinni útsendingu.
Sú litla stöð sem um ræðir er þrátt fyrir smæðina örugglega ein vinsælasta útvarpsstöð þjóðarinnar, þó svo hún hljóti ekki eina krónu í stuðning af sýndar-fjölmiðlastyrk ráðherrans, eða þessari síðustu viðbót stjórnvalda og er því eingöngu fjármögnuð af frjálsum framlögum hlustenda stöðvarinnar, þó svo þeir sömu hlustendur séu að auki þvingaðir til að greiða tugþúsunda nefskatt til ríkisfjölmiðilsins.
Spaugilegt er þó ætíð að hlustendur Útvarps Sögu skiptast í tvo hópa, þá sem segjast hlusta mikið á hana og svo þá sem segjast alls ekki þola hana - hvernig sem þeir nú komast að því?
![]() |
Styrkjum til fjölmiðla komið í góðan farveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |