Kosningar nálgast óðfluga.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er í góðum málum og hefur sannarlega efni á að skarta Ásdísi í forystu, en öðru máli gegnir í höfuðborginni, því eins og horfir nú á þessari stundu, þá stefnir í hrun flokksins í komandi kosningum, þó ekkert vanti heldur upp á útlit og persónutöfra Hildar Björnsdóttur í fyrsta sætið.

Einhverra hluta vegna er lítið sem ekkert fjallað um þessa stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og komandi kosningar í höfuðborginni hér á vefsíðum Morgunblaðsins, sem má e.t.v. skilja sem þögla tjónkun við áframhaldandi helfararstefnu Dags o/co, fremur en vonleysi og uppgjöf?

Góðir kostir til breytinga og björgunar borgarinnar í komandi kosningum eru að sjálfsögðu greidd atkvæði til Miðflokks, þrátt fyrir liðhlaup, eða Flokks fólksins, en hvað framtíð alvöru Sjálfstæðisflokks í baráttuna hér í borg varðar, þá væri enn mögulega von á liðveislu í slaginn með karla á borð við Elliða Vignisson með Kjartan Magnússon sér við hlið í brúnni.


mbl.is Ásdís vill verða bæjarstjóri í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband