Virðing og traust er áunnin - ekki skipuð eða keypt.

Það er ekkert annað en kátbroslegt að hlusta á allt þetta fjaðrafok vegna þessarar skipunar í Landsdóm hér í okkar gjörspillta banana lýðveldi, eins og það skipti einhverju stórmáli.

Það væri kannski skynsamlegara að byrja á því að reyna að gefa Hæstarétti og öðrum dómstólum færi á að endurheimta eða skapa virðingu um störf sín, en sú breyting mun skiljanlega taka einhver ár og nýtt og breytt verklag.

Ágætis byrjun á að endurheimta traust og virðingu landsmanna, væri til dæmis að gera fullkomlega upp Guðmundar og Geirfinns hneykslið og greiða sakborningum ÖLLUM sanngjarnar miskabætur og auðmjúkar afsakanir og í annan stað að refsa öllum þeim stranglega, sem sannarlega eiðilögðu líf og mannorð sakborninganna með augljósum afglöpum eða ásetningi og auðvitað svipta þá öllum áunnum bitlingum.


mbl.is Sveinn Andri, Sigmundur og Rósa á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband