Beinagrindur í skápi Miðflokksins.

Um þessar mundir virðast Sigmundur og félagar sópa að sér fylgi, sem að stærstum hluta er óánægju fylgi frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki eins og skiljanlegt má teljast.

Miðflokkurinn uppsker nú fyrir að hafa nánast verið eina stjórnmála aflið sem reyndi að berjast gegn glæpsamlegri samþykkt þriðja orkupakkans og auglýsir nú í kjölfarið andstöðu við lymskuleg áform stjórnarliða um persónulegan ávinning varðandi vafninga Bjarna á borð við svo kallaðan Þjóðarsjóð og grænu skuldabréfin hennar Katrínar, sem enginn virðist reyndar hafa áhuga á að ræða frekar um.

Einn helsti liðsmaður Sigmundar og líklega hans hægri hönd virðist vera fyrrverandi utanríkisráðherra þjóðarinnar sem hreinlega barði sér á brjóst á götuvígjum Kænugarðs í sviðsettri byltingu Bidens og félaga og átti mestan heiður af milljarða tapi Íslendinga á idiótísku viðskiptabanni okkar gegn Rússum.

Annar er sá verknaður sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi verða að gera fulla grein fyrir, áður en nokkur heiðarlegur maður getur treyst þeim, en það er að útskýra hversvegna þeir fullvissuðu landsmenn sína um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefði verið dregin að fullu til baka, þegar að það liggur fyrir að sú staðhæfing var í besta falli lygi.


mbl.is Segir lýðræðið hætt að virka sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband