Fljúgandi líkkistur eða óþörf flughræðsla?

Það er líklegt að tvö til þrjú áfalla laus ár í rekstri Boeing MAX véla þurfi í það minnsta til að þetta fornfræga fyrirtæki öðlist fullt traust ferðalanga á ný.

Það segir sig sjálft að þessi tvö mannskæðu hröp urðu varla einungis vegna bilana í tölvum, því þá hefði viðkomandi tölva einfaldlega verið lagfærð og vélarnar komnar innan skamms í loftið á ný.

Er ekki ástæðan einfaldlega sú að líkt og t.a.m. Ómar Ragnarsson hefur bent á, að vegna hönnunar breytinga þá hafi flug eiginleikar þessarar nýju Max vélar breyst þannig að hún hafi óeðlilega tilhneigingu til að ofrísa og því hafi hönnuðir ætlað að láta tölvu hafa vit fyrir flugmönnum vélarinnar.

Auðvitað verða þessar vélar fínar og flottar þegar þær verða loks útskrifaðar, en þeir eru örugglega margir sem ekki áforma að vere tilraunadýr með fjölskyldum sínum, þannig að ráð mitt til fjárvana Icelandair er að sjálfsögðu að krefjast skaðabóta og rifta tafarlaust öllum kaupsamningum áður en það verður of seint.


mbl.is Betri afkoma Icelandair en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband