Undarleg frétt mbl.is

Það er einkum tvennt sem stingur í augun við lestur þessarar fréttar um þessi svokölluðu hjálparsamtök, Hvítu hjálmana, sem ég, þrátt fyrir áhuga minn á málefninu, hef aldrei heyrt minnst á.

Í fyrsta lagi er það óvanalegt að hjálparstarfsmönnum sé bjargað burt af hamfara eða stríðssvæðum og í öðru lagi þá eru þessir hjálparþurfi "hjálparstarfsmenn" með fjölskyldur sínar í eftirdragi sem hlýtur að teljast nokkuð óvanalegt.

Það fylgir þar að auki þessari frétt mbl.is að þessum svokölluðu hjálparstarfsmönnum eigi að skila til Bretlands, Kanada og Þýskalands, sem einmitt eru þekkt eru fyrir framleiðslu málaliða, sem stundum eru reyndar líka nefndir hryðjuverkamenn.

Ekki bætir það trúverðugleika fréttarinnar að ísraelsk yfirvöld sem mögulega gætu verið atvinnuveitendur þessa hóps komi beint að þessari svokölluðu björgun, eða öllu líklegar flótta þessara blóði drifnu málaliða eins og ég álít að þeir hljóti að vera.


mbl.is Hvítu hjálmunum forðað í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband