Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.1.2024 | 10:29
Bölvuð kvikindin..
Þessi orð í fyrirsögninni voru þau sem komu fyrst upp í huga mér eftir að hafa horft á myndskeið CNN hér á mbl.is í morgun á frétt sem heitir einfaldlega : Skotin til bana með barnabarnið sér við hlið.
Önnur frétt er sú sem ég blogga við hér, en hún fjallar um þá ákvörðun Utanríkisráðherra Íslands að fylgja fordæmi nokkra helstu bakhjarla þessara sömu morðingja sem fyrrnefnt myndskeið afhjúpar svo greinilega og taka ásakanir Ísraelsmanna í garð starfsmanna hjálparstofnunar SÞ trúanleg og stöðva allar greiðslur og stuðning til þessa sama fólks sem jafnvel bandarísk sjónvarpsstöð sýnir okkur svo átakanlega.
Þetta illþýði sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar er að öllum líkindum síður en svo með hreinan skjöld, þannig að það verður að virða því til varnar og vorkunar þann möguleika að það sæti þvingun eða kúgun til fylgilags óheilindunum.
Frysta greiðslur til UNRWA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2024 | 22:37
Stórkostlegt íslenskt tónlistarfólk.
Án þess að fjölyrða frekar um hræðileg fjöldamorð Ísraelsmanna á innfæddum íbúum Palestínu, þá læt ég nægja að lýsa aðdáun minni á afgerandi mótmælum íslensks tónlistafólks gegn óþokkunum, sem er því miður ekki hægt að segja um sorglegt aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda og taglhnýtinga þeirra, sem kalla má alla með tölu í einu orði: liðleskjur.
P.S.
liðleskja - Íslenskt orðanet - Árnastofnun
liðleskja letingi DUGLEYSI landeyða klaufi hugleysingi gunga dusilmenni draumóramaður aumingi afturkreistingur amlóði auli raggeit viðvaningur ónytjungur ..
Myndskeið: Pálmi og Palli vilja Ísland úr Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2024 | 23:58
Þreytandi mótmæli.
Þessir þreytandi Palestínumenn og stuðningsmenn þeirra, sem um þessar mundir angra góðborgara Reykjavíkur með grófum ágangi og frekju, sýnir smæð Íslendinga í réttu ljósi.
Í þessum harmleik sem fólkið er einungis að gera allt sem í þeirra takmarkaða valdi stendur, til að óska eftir að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína og bjargi örfáum einstaklingum úr þessi helvíti sem kalla má þessar útrýmingar gyðingana á óæðri kynþáttum - að þeirra mati.
Ef einhver manndómur væri til staðar hjá kvenlægum stjórnvöldum okkar, þá ættum við þegar í stað að byrja á að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og bjarga þessum fáu hundruðum Palestínumanna og skammast okkar fyrir ógeðslegan félagsskapin við óþokka.
Aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það hefur lengi verið augljóst að Ríki Íslams með öllum sínum ógnum og hryðjuverkum væru verkfæri á framfæri Ísraels og Bandaríkjanna, en nú hljóta jafnvel dyggustu og trúgjörnustu fylgjendur CNN og BBC og auðvitað þar með talið nær öll íslenska fjölmiðlaflóran að gera sér grein fyrir eftir þessa síðustu mannskæðu sprengjuárás í Íran.
Þessi sviðsetning rifjar reyndar upp aðra uppfærslu sem birtist á öllum virtari fjölmiðlum okkar á síðari stigum Sýrlandsstríðsins, en þá voru skyndilega mætt til leiks samtökin Hvítu hjálmarnir, sem voru sagðir ættaðir frá Ísrael og sýndu ítrekaðar sjónvarps útsendingar hetjurnar góðu bjarga börnum sem orðið höfðu fyrir meintu eiturgasi Rússa og Sýrlenska hersins, en blessaðir Hvítu hjálmarnir hurfu jafn skyndilega og þeir komu, eftir að vökull fréttamaður vakti athygli á að sömu börnin voru marg notuð og þekktust í fleirri upptökum.
Hvað BRICS varðar, þá stækkaði það verulega um s.l. áramót - þó áberandi þögn ríki hér á okkar slóðum um það, kannski skiljanlega, en nú berast þær fréttir frá sér í lagi Sádí Arabíu og Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, að tímabært sé nú orðið að finna betri staðgengil í stað Bandaríska dollarins.
Ríki íslams lýsir árásinni á hendur sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2024 | 10:55
Ljótu hræsnarirnir.
Þessi frétt um ásakanir Bandaríkjamanna gegn stjórnvöldum í S-Afríku fyrir að dirfast að ákæra svívirðilega landræningja og fjöldamorðingja Ísraels, er eitt grófasta dæmi um hræsni sem ég hef heyrt á langri ævi, þó ég hafi upplifað ýmislegt misjafnt.
Það er ömurlega sorglegt að mörlandinn góði hafi misst allan áhuga á viðvarandi hörmungum íbúa Gaza og Vesturbakkans, sem útrýmt er jafnt og þétt í hundraða og tuga þúsunda tali - án þess að það þyki lengur sérstaklega fréttnæmt hér á síðum mbl.is.
Það er þó mín von varðandi fyrstu frétt dagsins, að forseta framboð Arnars Þórs og glæsilegrar konu hans leiði til þess að íslenska þjóðin vakni af þessum sorglega dásvefni.
Segja kæruna gegn Ísrael ekki byggja á staðreyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2024 | 07:15
Réttur maður á réttum stað.
Það fer ekki á milli mála að Arnar Þór er hugsjónamaður og þjóðernissinni.
Ef þjóðin kallar, þá mun hann svara og hann mun ekki láta þvinga sig til að ganga gegn hagsmunum Íslands.
Líklega er hann nákvæmlega rétti maðurinn á Bessastaði.
Arnar Þór kynnir stórar ákvarðanir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2024 | 07:44
Heillaóskir til Íslendinga árið 2024
Nú á áramótum er það venja að einstaklingar horfi yfir það liðna og skipuleggi breytingar til batnaðar á nýju ári. Þjóðfélög og ríkisstjórnir hafa gjarna sama hátt á hvað loforð um bót og betrun varðar.
Hér á Íslandi fylgjum við þessum rótgrónu hefðum út í æsar, en ef litið er yfir s.l. ár, þá blasir það hreinlega við jafnvel blindustu mönnum, að róttækar breytingar, ekki síst í rökhugsun og gagnrýni manna gagnvart óþolandi svikamyllum og prettum, sbr. í loftslags-og veiru öfga málum hafa sem betur fer í vaxandi mæli tekið að bæra á sér. Þessi vitundar vakning er mögulega það einasta jákvæða sem ég greini um þessar mundir í þessu landi mínu, sem ég get því miður ekki nefnt eitt einasta dæmi um nokkurn skapaðan hlut sem segja mætti að væri til fyrirmyndar.
Á árinu 2024 ættu Íslendingar að sameinast um þrif á landlægri spillingu og siðrofi og það auðvitað ekki með neinum vettlingatökum. Ef þjóðinni á að auðnast að bera gæfu til að eignast nýja stjórn sannra íslenskra þjóðernissinna eftir hreingerningarnar, þá verður í forgangi að huga að framtíðar hagsmunum Íslands og í því samhengi líta raunhæft á allar alþjóðlegar skuldbindingar og rifta eða endurskoða eftir sem við á hverju sinni.
Það blasir nú við Evrópa er ekki sá vetvangur sem heillavænlegt er að binda trúss okkar við í ljósi hnignunar og minkandi hlutfalls heimsviðskipta í nýjum heimi og herská Bandaríkin með alla sína nýprentuðu og sífellt verðminni dollara eiga í vök að verjast, eins og blasir við öllum.
Það er nefnilega kominn nýr spilari til leiks og þar er auðvitað um að ræða nýja heimsveldið Kína, sem á öllum sviðum æðir áfram, ekki síst Bandaríkjunum til sárrar gremju.
Eins ótrúlega kjánalega og sýnist, þá virðast bandamenn okkar allir, þessi fyrrum voldugu heimsveldi að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum með eineltinu gagnvart Rússlandi sem loks endaði með því að björninn vaknaði og beit frá sér og hraktist síðan hreinlega í opinn faðm Kínverja, Indverja og félaga.
Frá og með fyrsta degi þessa nýja árs, er líka sérstök ástæða til að óska hinu nýja vaxandi heimsveldi BRIKS landanna til hamingju með aðild fimm nýrra landa, en þau eru Egyptaland, Íran, Ethíobía, Sádí-Arabía og Sameinuðu Arabísku furstadæmin. Þess má geta að Argentína dró umsókn sína um aðildar umsókn sína tilbaka 29 des. eftir nýafstaðnar forsetakosningar og þrýsting frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og lánadrottnum í Bandaríkjunum.
Um 40 önnur ríki hafa sýnt því áhuga að ganga til liðs við þessa voldugu samsteypu, en verða að brýna þolinmæðina enn um sinn.
Áramóta heillaráð mitt til Íslendinga er venda kvæði sínu í kross og eftir gagngerar hreingerningar á spillingu, úrkynjun og öllu misrétti heimafyrir, þá ættu stjórnvöld að leggja grunn að glæstri framtíð Íslands og borgara þess, með því að byrja á að sækja um aðild að Belti og braut Kínverja og í beinu framhaldi af því að sækjast eftir fullri aðild að heimsveldi BRIKS.
Enginn þjóðhöfðingi setið skemur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2023 | 02:09
Ólýsanlega hræðileg myndskeið?
Ef mbl.is er á annað borð á þeirri línu að hvítþvo og færa rök fyrir reiði og heiftarlegum hefndaraðgerðum Ísraelsmanna, þá er frásögn einhvers Haim Otmazgin og andlitsmyndir af meintum fórnarlömbum harla lítilsverð sönnunargögn - sér í lagi þegar það fylgir sögunni að myndskeið af verstu aðförunum séu til, en bara ekki til sýnis lesendum mbl.is og líklega allra annara fjölmiðla.
Við almennir bjánar getum látið okkur nægja myndir af limlestum Palestínu-meindýrum - því þessar sannanir og myndskeið af hinum guðs útvöldu væru líklega of hræðileg til sýninga fyrir okkur óverðuga.
Þessi fréttafluttningur minnir mig helst á þegar Jakob Rubenstein drap Lee Harvey Osvald og lokaði þar með fyrir lausn forseta morðsins (valdaránsins) með þeim rökum að hann vildi hlífa forsetafrúnni við lýjandi réttarhöldum.
Hrottaleg aðkoma eftir árásir Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2023 | 13:52
Suður-Afríka kærir Ísraelsríki fyrir brot á þjóðarmorðslögum
Suður-Afríka hefur kært Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstólnum, fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar ríkisins í Gasa. Í kjölfar kærunnar sagði forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, í yfirlýsingu að landi hans væri skylt að koma í veg fyrir þjóðarmorð.
Vonandi munu fleiri ríki fylgja hugrökku fordæmi S-Afríku, þó ekki megi vænta stuðnings auðvirðilegra leppa Bandaríkjana á borð við Ísland og önnur NATO ríki, sem styðja viðurstyggilegt framferði gyðinga út yfir gröf og dauða og byrja samstundis að væla um gyðinga ofsóknir ef einhver mótmælir augljósu þjóðarmorðinu.
Varðandi mótmælin í Tel Avív gegn barna morðunum sem mbl.is er svo smekklegt að slá upp sem frétt, þá sést greinilega ef betur er að gáð, að aðeins er um að ræða nokkra tugi eða hundruð mótmælenda, en á móti kemur eins og flestir ættu að vita, þá eru núverandi stjórnvöld í Ísrael lýðræðislega kjörin af íbúum landsins, eins og er oftast talið þeim til tekna.
Persónulega findist mér að draga ætti leiðtoga Ísralsmanna fyrir stríðsréttardómstól á borð við þann sem kenndur var við Nürnberg og liðsmenn hernámsliðsins ætti að koma fram við á líkum nótum og Bandamenn meðhöndluðu hermenn SS sveita Þriðja ríkisins við stríðslok.
Myndskeið: Múslímar og gyðingar mótmæla í Tel Avív | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2023 | 07:43
Örlítil áminning til íslenskra bandamanna Ísrael.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason skrifar eftirfarandi hér á blogginu þann 26.12.2023 kl. 09:44 í tilefni loforðs Netanyahu um um frekari morð árásir gegn Palestínsku þjóðinni:
Líklega segir hann það satt Nú verð ég að verða ósammála Jóni Magnússyni, einhum helsta bloggaranum hér á blogginu. En hann segir í öðru tilfelli: "Af hverju á að taka það trúanlegt sem barnamorðingjarnir segja, hafa þeir sýnt það að þeir séu áreiðanleg heimild?" Líklega segir Netanyahú satt þarna þó hann hafi logið bæði að Jóni þeim góða manni og svo Biden enn þá betri manni að börn hafi verið afhöfðuð af Hamas
Í dag 28.12.2023 skrifar hinn eini sanni Ómar Ragnarsson m.a. um þessi illu áheit gyðingana:
Í upphafi lýsti Netanyahu því yfir sem grundvallar samlíkingu, að Hamasmenn væru "meindýr" sem bæri að útrýma. Svipuð viðhorf gagnvart Gyðingum lét Adolf Hitler í ljósi við upphaf Helfararinnar.
Og að lokum læt ég færslu Þorsteins Vals Baldvinssonar frá 26.12.2023 fylgja með:
Eftir að hafa fylgst með þessum barnamorðingjum sem telja sig yfir aðra hafnir sem guðs útvalda þjóð, verð ég að viðurkenna að ég fyrirlít þessa þjóð í dag.
Og ekki minna þá sem eru að réttlæta fjöldamorð herveldis sem bandaríkjamenn halda gangandi enda er landið í raun útibú þeirra í miðausturlöndum.
Þetta land öfgafólks á ekki að vera þátttakandi í neinni samvinnu vestrænna ríkja, þessu landi á að vísa á dyr og loka á öll samskipti því varla telst þetta fólk samvinnuhæft lengur.
Ekkert ríki virðist hafa getu til að fara þarna inn og stöðva fjöldamorðin og sameinuðu þjóðirnar virðast gagnslaus samkunda pappírstígra.
Gyðingum er tamt að nota fullyrðingar um hatur í þeirra garð ef þeir fá ekki að myrða án athugasemda, en siðblindir barnamorðingja hafa ekkert tilkall til siðfræði né eiga samúð skilið.
Vonandi geta skoðanir þessara ágætu manna og meðfylgjandi hlekkur (link) vakið upp af voðalegum dásvefninum einhverja af stuðningsmönnum barnamorðingjana og bjargað þeim frá villu síns vegar.
https://theintercept.com/2023/12/14/israel-biden-beheaded-babies-false/
Ráðast áfram á Khan Yunis og flóttamannabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |