24.9.2016 | 10:59
Liðleskjur í löggæslu?
Alla daga vikunar eru bornar á borð fyrir skattborgara þessa lands, fréttir af svokölluðum “laganna vörðum” í mismunandi skrautlegum eltingaleik við fulla og dópaða ökumenn og það oftast á stolnum ökutækjum. Það fylgir gjarna þessum fréttunum að þessir ökumenn séu búnir að leika sama leikinn margsinnis, löngu sviptir ökuréttindum og stórskuldugir öllum skatta- og iðgjaldagreiðendum.
Það er til háborinnar skammar að lögregluþjónar sem þiggja laun fyrir að gæta öryggis borgaranna láti þessa hegðun viðgangast ítrekað og virðist því augljóst að kennslu ungra lögregluþjóna er svo ábótavannt að athugandi væri að sækja leiðbeiningar til einhvers annars lands, þar sem ústýrilátum krökkum er kennt í eitt skipti fyrir öll að endurtaka ekki leikinn, þó þeim hafi skrikað fótur.
Ég ætla ekki að fjalla um þá starfsemi lögreglunnar sem snýr að rannsóknum og dómum, því bara minnugur Guðmundar- og Geirfinnsmála, þá hljóta allir mælar að vera fullir og sprungnir.
![]() |
Gaf upp nafn systur sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2016 | 07:27
Ánægjuleg þróun í skýrslu fjárlaganefndar Alþingis.
Augljóst er að verða að skýrsla þeirra Guðlaugs og Vigdísar hefur hitt rækilega í mark.
Það er nánast spaugilegt að sjá viðbrögð hlutaðeigandi embættis- og ESB sinna.
Það er aðeins vonandi að þau láti verða af því að kæra skýrsluna.
![]() |
Ráðuneytisstjórinn á samúð Össurar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2016 | 07:26
Augljóst.
Hvað þessa einstöku árás snertir fullyrði ég ekkert um, en heildarmyndinn er þessi.
![]() |
Ævareið vegna ásakana Bandaríkjamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2016 | 12:02
Ormahreinsun?
Án þess að þekkja fyrrverandi framsóknarmanninn á Akureyri nokkurn skapaðan hlut, þá hvarflar að mér sú hugsun að hann og nokkrir aðrir skoðanabræður hans úr Framsókn hljóti að eiga greiðan aðgang í óánægjuframboð Evrópusinnaðra einstaklinga úr Sjálfstæðisflokki, sem fundið hafa styrk í stofnun samtaka kennd við Viðreisn.
Ég álít að brotthvarf þessara einstaklinga úr sínum gömlu rótgrónu flokkum sé öllum málsaðilum einungis til góðs, líkt og fram kemur í aðgerðinni sem ég höfða til í fyrirsögn bloggfærslunar.
![]() |
Meira en ég get sætt mig við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2016 | 18:55
Lítillátar, ljúfar og kátar konur í stjórnmálum.
„Ég bauð mig fram í 1.-3. sæti og ég var í 3. sætinu, þannig að ég var í rauninni að óska eftir áframhaldandi stuðningi, og ég er afskaplega ánægð með það,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Þá segir Líneik fagnaðarefni að tvær konur skipi efstu þrjú sæti á lista flokksins í kjördæminu og telur hún Framsóknarflokkinn setja með því gott fordæmi.
Þess má geta að SDG hlaut 170 atkvæði af 238 en Líneik tvö sem líklegt verður að teljast hafa verið hennar eigið auk líklega eiginmannsins.
![]() |
Líneik segir markmiðinu náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2016 | 10:56
Stendur Sigmundur af sér atlöguna?
Nú um helgina verður framtíð Framsóknarflokksins ákveðin.
Það hefur lengi blasað við að flokkurinn hefur verið klofinn í tvær fylkingar, annars vegar þjóðernissinnaða fylkingu Sigmundar í anda Jónasar frá Hriflu og hinsvegar þann hluta Framsóknar sem aðhyllist aðrar og jarðbundnari hugsjónir á borð við glansandi frægð og frama á sviði alþjóðahyggjunar.
Það er hrollvekjandi að fylgjast með hvernig helstu skrautfjaðrir Framsóknar, þessa stolta stórveldis okkar unga lýðveldis hafa á síðustu misserum verið reyttar af hver á fætur annarri.
Nú síðast auðvitað sviðsett leifturárás RÚV og spunameistara ESB á Sigmund í beinni útsendingu, en ekki síður ótímabærar og grunsamlegar brottfarir björtustu vona og sannarlega vinsælustu þingmanna flokksins og er þá helst látið í veðri vaka vegna aldurs og annarra starfa, þó þau Vigdís og Frosti séu eiginlega bæði ung og aukinheldur atvinnulaus.
Það vekur þó mesta furðu að Framsóknarmaðurinn sem hreinlega tók virkan þátt í uppreisninni í Kænugarði og var samtímis Utanríkisráðherra okkar og sá sem lýsti yfir þátttöku Íslands við fjandsamlegar viðskiptahindranir ESB gegn Rússum, skuli nú hafa lýst yfir stuðningi við Sigmund.
![]() |
Sigmundi spáð sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2016 | 18:31
Svakalegur áfellisdómur yfir Steingrími.
Þýðir þessi skýrsla þá með öðrum orðum sagt að formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis saki Steingrím J. Sigfússon um landráð?
Hver eru annars viðurlög við landráðum á Íslandi?
![]() |
Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2016 | 10:49
11.sept. 2016 Tímamót í baráttunni um Hvítahúsið
Tímamót í baráttunni um valdamesta embætti jarðarinnar eru að verða lýðnum ljós, nú þegar Hillary Clinton biðst í fyrsta sinn opinberlega afsökunar á óheppilegum ummælum sínum.
Andstæðingur hennar hefur legið undir stöðugum árásum í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs og hefur haturs áróðurinn gegn honum meira að segja teygt anga sína hingað til Íslands.
Það hefur hreinlega verið fróðlegt að fylgjast með nýjustu tækni í áróðri og heilaþvotti beitt í svo ríkum mæli að jafnvel íslenskar húsmæður og skólabörn fordæma og fyrirlíta Donald Trump, svo ekki sé nú talað um hið svokallaða “intelektuella” lið sem hreinlega froðufellir ef hann ber á góma.
Líklegt verður að teljast að Bandaríska þjóðin muni velja breytingar og muni hafna þeirri skuggalegu heimsmynd sem Hillary og félagar standa fyrir og það enn frekar eftir að frambjóðendurnir þurfa að standa augliti til auglitis fyrir málstað sínum frammi fyrir þjóðinni í beinni útsendingu.
![]() |
Clinton biðst afsökunar á ummælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2016 | 12:57
Er Birgitta flagð undir fögru skinni?
Í aðdraganda ólympíuleikanna í Peking 2008 var hefðbundinni ófrægingar herferð hleypt af stokkunum gegn andstæðingunum lýðræðis og jafnréttis í Kína og því enn og aftur ákveðið að dusta rykið af sárindum vegna byltingar kommúnista í Tíbet árið 1950.
Hér á Íslandi var nú úr vöndu að ráða, því helstu andstæðingar valdasjúkra kommúnista á borð við Björn Bjarnason, sem illar tungur segja að hafi hreinlega á sínu blómaskeiði haft eigin skrifstofu í Bandaríska Sendiráðinu á Laufásvegi voru hreinlega dánir eða orðnir virðulegir eftirlaunaþegar, svo leita varð auðvitað nýrra liðsmanna.
Mér verður ætíð minnisstætt fyrsta skiptið er ég heyrði minnst á Birgittu Jónsdóttur, en það var einmitt í fyrstu mótmælunum sem voru haldin fyrir utan Kínverska Sendiráðið vestur í bæ vorið 2008, en þar var hópur fólks mættur með fána og gjallhorn og allt auðvitað kynnt og auglýst í beinni úsendingu RÚV eins og við þeirri stofnun var að búast.
Það sem upp úr þeirri útsendingu eða auglýsingu stendur var ógleymanlegt svar sjóræningja drottningarinnar, þegar þulurinn eftir að hafa kynnt hana sem skipuleggjanda mótmælanna spurði Birgittu um tengsl hennar við Tíbet og hvort hún hefði t.a.m. dvalist þar, að hún svaraði því neitandi, en bætti þó við að hún hefði verið skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár.
Þetta ógleymanlega svar hennar í viðtalinu sagði mér æði margt um hana og hef ég ætíð síðan fylgst með frægð hennar og frama með hliðsjón af því.
![]() |
Hvað ertu að meina með þessu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2016 | 11:22
Þessir bónusar eru aðeins lýsandi dæmi um viðvarandi spillingu.
Ástand spillingar og sjálftöku hér á Íslandi eru komið á það stig, að hér er talað og skrifað opinskátt um nafngreinda ráða- og áhrifamenn sem standa berleggjaðir á mykjuhaug verka sinna frammi fyrir alþjóð, án þess að þeir reyni að hylja nekt sína og verk, þrátt fyrir auðsveipa vildarvini í stétt þeirra embættismanna er gæta eiga laga og réttar.
Vafasöm verk og ákvarðanir nafngreindra ráðherra og æðstu yfirmanna ríkisstofnana eru t.a.m. sum hver með þeim hætti að einungis getur verið um stórkostlega vanhæfni eða að öðrum kosti um augljós óheilindi að ræða, þar sem lykilorðin eru á mannamáli: Þjófnaður og mútur.
![]() |
Telja bónusgreiðslur óásættanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |