Öllum brögðum beitt til að stöðva Arnar þór Jónsson.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa reglulegar skoðanakannanir þriggja einkafyrirtækja tjáð landsmönnum hvernig staða efstu og vinsælustu frambjóðenda í komandi forsetakosningum lítur út á hverri stundu, en jafnt og þétt þó minnt á að í raun og veru séu atkvæði greidd öðrum á borð við Arnar Þór Jónsson því glötuð atkvæði.

Ég hef saknað þess sárt að sjá skoðanakannanir frá Raunvísindastofnun HÍ og reyndar velti því fyrir mér hvort áhugi háskólamanna á þessum kosningum sé ekki til staðar, eða hvort arðbærara sé fyrir fjárvana háskóla að halda sig til hlés að þessu sinni.

Ísland stendur nú á þeim tímamótum að þjóðirnar tvær sem landið byggja, standa nú andspænis hvor annari, því samkvæmt stjórnskipun lýðveldisins verður þjóðkjörinn forseti ætíð að skrifa undir hver þau lög sem sem frá trausti rúnnu Alþingi kunna að berast til löggildingar.

Af þeim frambjóðendum sem helst gætu reynst þrándur í götu duldra áforma núverandi ráðamanna varðandi alla framtíð almennra Íslendinga gegn lævísum áformum svokallaðra alþjóðasinna er að öðrum ágætum frambjóðendum ólöstuðum, Arnar þór Jónsson.

Ég hvet ykkur öll til að grípa í taumana og stöðva óréttlætið, spillinguna og föðurlandssvikin og tryggja okkur öruggan föðurlandsvin til varnar á Bessastaði.


mbl.is Arnar Þór: Gerir mikla fyrirvara við skoðanakannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskum stjórnvöldum ber tafarlaust að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Þar sem ekki er stafkrókur hér á vefútgáfu Morgunblaðsins þennan laugardagsmorguninn um þau hrikalegu stríðsátök sem Íslenska þjóðin tekur ýmist beinan eða óbeinan þátt í um þessar mundir, þá finn ég mig knúinn til að vekja athygli á raunverulegu ástandi þeirra mála, þó dauðaþögn mbl.is endurspegli auðvitað ekkert annað en vandræðalega þögn Reuters o/co.

Hvað átök okkar í NATO við Rúsland varðar, þá virðist það með degi hverjum ljósara, að mikill meirihluti ríkja og íbúa jarðar tekur fremur afstöðu með Rússum, í átökunum í Úkraínu við Bandaríkin og dygga stuðningsmenn í Evrópu og virðist staðan þar, um þessar mundir, hreint ekki góð.

Önnur átök sem þægar málpípur yfirvalda hér á Íslandi sjá ekki ástæðu til að fjalla mikið um, er auðvitað sú staðreynd að blessaðir vinir okkar, gyðingarnir í Ísrael og auðvitað lýðræðislega kjörnir leiðtogar þeirra hafa nú loks verið dæmdir fyrir glæpi sína, sem ég trúi ekki að þjóð mín geti varið og haldið óskiptum tengslum við Ísrael- eftir sem áður.

Án þess að fjölyrða um þetta hræðilega þjóðarmorð í Palestínu, þá læt ég gamlan gyðing hafa orðið: https://www.youtube.com/watch?v=AxLtxX7kPcU

og enn fremur sérstaklega öldungardeildar þingmanninn Bernie Sanders: https://www.youtube.com/watch?v=rvnYAcn8o3g

Þessir tveir öldnu heiðursmenn útskýra að mínu mati allt sem segja þarf og hvet ég sérstaklega íslenska síonista að gefa sér tíma til að hlusta á orð þeirra tveggja.


Eðlileg krafa um alþjóðlegt kosningaeftirlit í komandi forsetakosningum.

Núverandi eftirlit með framkvæmd kosninga hér á Íslandi hlýtur að vera fullreynt, því það er síður en svo hafið yfir allan grun um óskeikulleika, eða með öðrum orðum, rökstudd ástæða til að óttast kosningasvik og ætti að nægja að nefna Borgarnes framkvæmdina síðustu í því samhengi og auðvitað þá undarlegu ráðstöfun að hætta að nota lögreglu til að annast flutning kjörgagna, líkt og tíðkaðst í siðuðum löndum og sem býður því auðvitað upp á fjölbreytta möguleika á misferli.

Almenningur á Íslandi ber lítið sem ekkert traust til yfirvalda og það kannski skiljanlega, svo nú hlýtur það einungis að kallast eðlileg krafa að hlutlausir aðilar standi vörð um öruggt eftirlit í þessum komandi kosningum á þessum síðasta varnagla þjóðarinnar gegn óheillyndum þeim og landráðum sem nú vofa yfir sjálfstæði og bjartri framtíð Íslands.


mbl.is 100 kjörseðlar týndir: Sagðir stolnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru eðlileg viðbrögð Íslands?

Nú liggur fyrir að Forseti og Utanríkisráðherra Írans létust í þyrluslysi í norðurhluta landsins og venju samkvæmt eru samúðarkveðjur þjóðarleiðtoga byrjaðar að streyma til Írans, eins og venja býður.

Nú hefur ekkert heyrst í fjölmiðlum hér um viðbrögð Forseta Íslands og kemur manni, sem íslenskum ríkisborgara til hugar, hvort Íran sé af yfirvöldum mínum álitið vinsamlegt ríki, eða hvort Forseti minn bíði aðeins ráðvilltur og örvinglaður eftir frekari fyrirskipunum frá erlendum yfirvöldum um á hvern hátt hann skuli bregðast við!


mbl.is Forsetinn og utanríkisráðherrann látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum nefnilega vonda þýið.

Það er blátt áfram sorglegt að stórhluti íbúa okkar á Vesturlöndum styðji augljósar lygar og illvirki svokallaðra bandamanna okkar og að mínu mati, ógeðslegra taglhnýtinga þeirra, á borð við fígúruna núverandi utanríkisráðherra okkar, sem endurtekur nú nánast fullkomlega skítverk fyrirrennara síns, Gunnars Braga Sveinssonar í kyrfilega auglýstri heimsókn hans til mótmælenda í Kænugarði, þess hins sama og missti síðar allt niður um sig á Klaustursbars fylliríinu fræga, hérna um árið.

Í aðdraganda stjórnatbyltingar réttkjörins forseta í Kænugarði 2010, þar sem óvart náðist upptaka af Viktoríu Núland, varautanríkisráðherra Bandaríkjana, þar sem hún upplýsti forseta eins Baltisku landanna um að stjórnvöld hennar hefðu stutt þaulskipulagða byltinguna í Úkraínu um heila fimm milljarða dollara - og það líklega ekki minnst í mútur.

Skömmu fyrir byltinguna voru mættir á götuvígin, varla þó á eigin kostnað ýmsar skrautfjaðrir á borð við Utanríkisráðherra Íslands og auðvitað allt í beinni útsendingu Reuters, CNN og BBC - Hringir nú þessi ferð Þórdísar Kolbrúnar til Georgíu ekki einhverjum bjöllum?


mbl.is Þórdís Kolbrún á leið til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skoðanakönnun Prósents hlutlaus?

Síðasta skoðanakönnun Prósents birtir einungis fimm efstu þóknanlegu þátttakendurna í nýjustu könnun sinni, þrátt fyrir að viðurkenna að miklar sveiflur séu fylgi frambjóðenda.

Það virðist augljóst að Arnari Þór sé haldið utan umfjöllunar, þó sjá megi ef grannt er skoðað, að hann hefur rúmlega tvöfaldað fylgið frá síðustu könnun og hefur reyndar samtals með sínum tæpu sex prósentum meira fylgi en síðustu sex keppinautarnir hljóta samtals.

Líklega er Arnar þór Jónsson einmitt frambjóðandinn sem orsakar mestu sveiflurnar, þó honum sé í lengstu lög haldið ósýnilegum af ótilgreindum ástæðum.


mbl.is Kappræður setja strik í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með hvalveiðarnar?

Saga landsölu og spillingar heldur sínu striki svo til óáreitt hér á landi, eins og þessi nýjasti gjafagjörningur Bjarkeyjar matvælaráðherra ber svo augljóslega með sér.

Innan sjávarútvegs hérlendis er troðið á öllum viðteknum lögmálum um heilbrigt stjórnrfar, líkt og gildir því miður um stjórnsýsluna gervalla og hlýtur það því hreinlega að vera spurning hvort almenningur sé orðinn það svínbeigður að hann láti bjóða sér hvað sem er án mótþróa og gleymi öllu jafnharðan líkt og fyrir galdur.

Ofan á laxa gjöfina er nú á síðustu dögum flotinn upp á yfirborðið annar ófrýnilegur gjafa-gjörningur, en sá snýst um höfðinglega gjöf gjaldþrota Reykjavíkurborgar til stærstu olíufélaga landsins, sem reyndar dregur helst að sér athygli vegna klúðurslegra tilraunar fyrrum borgarritara og núverandi útvarpsstjóra til að kæfa alla umfjöllun um málið.

Annars eru kjör næsta forseta lýðveldissins auðvitað efstar á baugi þessa dagana hér á eyjunni, en líkt og í stjórnarskrá okkar segir, þá krefst gilding nýrra laga undirskriftar forseta, svo að mikið liggur við og engu til sparað hjá ríkjandi valdastétt að koma jákvæðum frambjóðanda að og það helst úr eigin röðum í embættið, eins og t.a.m. gæti átt við um fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Guð hjálpi Íslandi.


mbl.is Frumvarpið ekki til þess fallið að auka tekjur ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirgefnir eða vesælir Íslendingar?

Morgunblaðið birtir ekki sérstaka frétt varðandi embættistöku Pútíns hér í netútgáfu blaðsins heldur nefnir hana aðeins í framhjáhlaupi með myndskreyttri frásögn af bölbænum ekkju Navalnis í garð forsetans í tilefni dagsins.

Hlægileg tilþrif fréttaflutnings blaðamanns RÚV eru ekki ólík kollegans á Mogganum, því þar er fyrirsögn sömu fréttar: FJÖLDI RÍKJA SNIÐGENGUR INNSETNINGARATHÖFN PÚTÍNS, en neðar í fréttinni má þó lesa eftirfarandi: Fulltrúar Frakka og nokkurra Evrópusambandsríkja verða viðstaddir, þrátt fyrir beiðni úkraínskra ráðamanna um að gera það ekki. Þýskaland, Bretland, Kanada og Eystrasaltsríkin senda enga fulltrúa.

Þó ekki sé minnst á það, þá fer engum sögum af fjarveru Íslands við athöfnina, þrátt fyrir vasklega framgöngu ríkisstjórnar okkar, auk að sjálfsögðu titrandi forsetans, varðandi hetjulega lokun sendiráðs okkar í Moskvu - en það virðist ekki metið að verðleikum við okkur - snöft.

Þessi fréttaflutningur er því miður allur í stíl við litríkar glaðlegar fréttir af fulltrúum Íslands dansandi og syngjandi með barnamorðingjunum í Malmö í kvöld - ógeðslega lélegt!


mbl.is Kallaði Pútín „lygara, þjóf og morðingja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarískum háskólanemum enn og aftur nóg boðið - Deja Vu

Það þykir lítt fréttnæmt hér á landi, að ungt fólk og háskólanemar í Bandaríkjunum mótmæli þjóðarmorði því sem þarlend yfirvöld fjármagna og gyðingar í Ísrael framfylgja af fordæmalausri grimmd og hörku. Hér á Íslandi láta yfirvöld og almenningur þær róstur þó ekki raska ró sinni og blindri hlýðni við blessaða bandamennina.

Þessi ófriður og læti rifja upp aðra tíma og önnur mótmæli ungs fólks í Bandaríkjunum sem kennd hafa verið við blóm og tónlist, en þar var um að ræða andstöðu og aðgerðir ungs fólks sem gat ekki lengur horft upp á viðurstyggilegt framferði yfirvalda, bæði í ofsóknum og öfgafullum fordómum þeirra gegn eigin borgurum á heimavelli, en ekki síður gegn blóðugum stríðsrekstri þeirra út um víðan völl og oftast undir merkjum heilagrar baráttu gegn óþokkum eða kommúnisma.

Vekur þetta allt ekki upp einhverjar minningar hjá okkur sem nutu þess að upplifa 68-kynslóðina og næstu áratugina þar á eftir?


mbl.is Vísa mótmælanemendum úr skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband