29.5.2023 | 02:56
Byrja á rökréttri byrjun.
Ef flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er fyrirhugaður til a.m.k. til næstu tuttugu ára eða lengur, væri þá ekki skynsamlegt að byrja á að lengja hann um a.m.k.svona 500 metra út í Skerjafjörðinn, áður en byrjað er á lendingarljósunum?
Síðan mætti athuga með uppfyllingu norðan lengingar, því einhverja flugstöð og flugvélastæði vantar sömuleiðis - ekki satt?
![]() |
Aðflugsljósin fari í umhverfismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2023 | 11:09
Þær ættu fremur að skammast sín.
Niðurstaða þessa tilgangslausa uppblásna Evrópuráðsfundar er fyrst og fremst staðfesting á spaugilegu framapoti tveggja íslenskra kvenna, sem svífa þöndum vængjum í þessu óveðri öfga og kvenfrelsis sem gengur nú illu heilli yfir vesturlönd, eins og blasir reyndar hvívetna við.
Það sást greinilega á þeim gestum sem sáu sér fært að mæta, að þeim var ekki skemmt og auðvitað nennti sjálfur heiðursgesturinn ekki að mæta á þessa sýningu þeirra Katrínar og Þórdísar, þó svo að meginefni fundarins snerist í orði kveðnu um hann og hans hagsmuni.
Það eina sem þessi svokallaða Reykjavíkur yfirlýsing skilur eftir sig, er að ekki tókst að fá öll aðildarríkin til að samþykkja þessa svokölluðu tjónaskrá eða fordæmingu á Rússum, eins lagt var upp með og auðvitað var aldrei einn einasti hinna hundruð fréttamanna í því samhengi nógu skýr eða hugaður að varpa fram spurningunni hvort þetta fyrirkomulag væri afturvirkt eða hvort það ætti einungis við um Rússa eða mögulega Kínverja? Auðvitað vill enginn spyrill deila örlögum með óstýrilátum ribböldum á borð við Julian Assange.
Annað stórt mál sem snýr að Íslendingum var afgreitt snyrtilega, en það var höfðingleg gjöf sjálfrar Ursulu til Katrínar í þá veru að Íslendingar fengju ekki aðeins eins árs, heldur tveggja ára undanþágu frá fullri greiðslu kolefnis losunarheimilda flugs - eða með öðrum skýrari orðum: Tveggja ára aðlögunartími uns fótunum yrði endanlega kippt undan öllum flugrekstri hér á eyjunni.
Í tilefni dagskrárinnar var með öllum atkvæðum samþykkt á Alþingi, að bæta við öll fyrri framlög, hálfum öðrum milljarði fyrir færanlegt sjúkrahús á vígstöðvarnar, nú á sama tíma og sömu ræfils þingmenn sjá sér ekki fært að bæta fjármunum í hörmulegt ástand heilbrigðismála hér heima fyrir.
Íslendingar hafa notið þess á alþjóðlegum vetvangi að vera álitin friðsöm og réttlát þjóð, en því miður lítur út fyrir að sú ímynd sé að verða liðin tíð.
![]() |
Ég er bara mjög ánægð með Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2023 | 18:16
Afmæli hernáms Íslands.
Í dag, eða þann tíunda maí árið 1940 var Ísland hernumið af breskum her, þrátt fyrir að einhverjir telji sjálfum sér og öðrum trú um að aðgerðin hafi einungis verið í þágu okkar, en einmitt þau sömu rök notuðu Þjóðverjar fyrir hernámi Danmerkur og Noregs mánuði áður og reyndar samdægurs fyrir hernámi Hollands, Belgíu og Lúxemborgar, eins fjarstæðukennt það nú er, eins og öllum ætti að vera ljóst.
Nú er öldin önnur, því Þýskaland og Japan sem töpuðu stríðinu og eru reyndar enn hernumin af Bandaríkjamönnum, þrátt fyrir að sama verndar-tuggan sé þar enn við lýði, en nú breggður svo við að einmitt gömlu nasistarnir og synir sólarinnar eru orðnir bestu ljúflingar , en Rússarnir sem fórnuðu flestum mannslífum í styrjöldinni eru nú orðnir vondu karlarnir.
Hvergi í fréttum dagsins hef ég heyrt minnst á þetta sorglega hernám okkar, né reyndar margar aðrar fréttir sem huglausir og/eða vanhæfir blaðasnápar þessa bleðils og annara hér í ástandinu ættu að fjalla hreinskilningslega um, eða eins og skáldið sagði: Afsakið meðan ég æli.