26.11.2022 | 10:46
Færeyingar eru ekki vitlausir.
Tilefni nafngiftar færslunar er auðvitað fiskveiðisamningur sá sem Færeyingar og Rússar hyggjast endurnýja með hagsmuni beggja í fyrirrúmi, en eins og kom fram í viðtölum við nokkra færeyska stjórnmálamenn, þá skipta þessir samningar fiskvinnsluna, sérstaklega á norður-eyjunum miklu máli, auk þess að þessir dýrmætu samningar fyrir Færeyinga væru aðeins brota-brot af öllum þeim viðskiptum sem ESB stundar stöðugt við þá sömu Rússa.
Það er spaugilegt að ekki er unnt að finna frétt, né stafkrók um þessa samninga frænda og reyndar vina okkar hér á mbl.is, hvort sem það skýrist af ritstjórnarstefnu eigenda, manneklu eða vanhæfni svokallaðra blaðamanna miðilsins, en hlálegt er það allavega.
Þetta hugrekki frænda okkar gegn áróðursstríði okkar gegn Bolsévikunum að þessu sinni vegna Úkraínu dregur óneitanlega fram ýmsar minningar, en hvað okkur mörlanda varðar, þá finnst mér ætíð fyndið og ógleymanlegt þegar Heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið í Moskvu 2018 og reglulegar viðskiptaþvinganir í gangi þá, vegna meintra tilrauna Rússa til að eitra fyrir rússneskum feðginum í Englandi eða eitthvað í þá áttina, en þar náði undirlægjuháttur Íslendinga að mínu mati hæstu hæðum.
Íslenska knattspyrnulandsliðinu tókst í fyrsta og jafnvel eina skiptið að ná inn sjálfa úrslitakeppnina í knattspyrnu, en Forseti okkar Íslendinga sat heima og þorði ekki að mæta til að styggja ekki leiðtoga ESB eða NATO. Afsökunin var reyndar enn lélegari, en hún var sú að hann þyrfti að vera viðstaddur til að halda upp á afmæli Jóns Sigurðssonar - daginn eftir.
Auðvitað mættu forsetar og leiðtogar þátttökulandana til hvetja og styðja sína menn til dáða burtséð frá öllum boðum og bönnum - nema Guðni.
21.11.2022 | 07:12
Lætur fjölmenningin á sér kræla?
Reyndar má telja fram litríka mannlífsflóru, t.a.m. í auknu spennandi framboði á gómsætum skyndibitum í bæjum og borgum landsins, en borið saman við beinar og óbeinar afleiðingar ástandsins, þá þykir mér skatan og þorramaturinn enn ljúfengari en nokkurn tíma áður.
![]() |
Sturlungastyrjöld í undirheimunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2022 | 16:17
Hvort er betri brúnn eða rauður?
Hljómar það ekki mótsagnakennt að án minnstu fyrirhafnar megi vísa einstaklingum sem álitnir eru með óskilgreind tengsl við illræmd vélhjólasamtök úr landi á sama tíma og ekki má á það minnast að grenslast fyrir um uppruna, aldur eða hvað þá saka-eða ferilskrár allra þeirra einstaklinga sem hingað streyma skilríkjalausir í leit að nýju upphafi.
Telst það fjarstæðukennt að láta það hvarfla að sér að gruna einstakling með nýtt vegabréf frá Venesúela upp á vasann, sem skilur þó aðeins arabísku, að hann gæti verið hluti af leyfum hinna blóðugu herja ISIS sem enn heldur til í NV horni Sýrlands, helst víst undir vernd Tyrkja og verið er að mjatla út í rólegheitum?
![]() |
Liðsmönnum vélhjólagengis vísað úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |