Er andspyrna göfug eða hryðjuverk?

Það er gömul saga og ný, að mótspyrna gegn ríkjandi yfirvöldum er kölluð hryðjuverka starfsemi og þeir sem taka þátt í þeirri starfsemi kallast hryðjuverkamenn.

Það ætti í raun og veru ekki að vera nauðsynlegt að telja upp dæmi um sambærileg samtök á borð við Hamas, sem eru frelsissamtök hernumdra og undirokraðra Palestínumanna og mætti þá eðlilega fyrst nefna hópinn sem sprengdi King David hótelið í Jerusalem með miklu mannfalli að mig minnir árið 1946 en þá var einmitt foringi hryðjuverkahópsins, maður að nafni Menachim Begin, sem síðar varð forsætisráðherra Ísrael, auk þess að taka fleirri þekkta og eftirlýsta hryðjuverkafélaga sína með sér til æðstu metorða í stjórn nýja landsins þeirra.

Andspyrnuhópur gyðinga í gettóinu í Varsjá voru kallaðir hryðjuverkamenn eða terroristar af þýskum yfirvöldum í síðari heimstyrjöldinni og sama máli gengdi þá um andspyrnuhópa í öðrum hernumdum löndum Þjóðverja og hver man ekki eftir baráttu Viet-cong skæruliða og Castro á Kúbu - allt svokallaðir hryðjuverkamenn.

Hvergi í þessari upptalningu minni hafa viðurlög hernámsvalda þó komist í hálfkvisti við hinar síðustu ólýsanlega skelfilegu hemdaraðgerðir Ísraelsmanna gegn því sem næst varnarlausum íbúum Palestínu.

Að mínu mati er einungis um tvær leiðir að ræða, en sú betri væri að Friðargæslulið SÞ væri sent í stórum stíl til landsins og sæi um að framfylgja tveggja ríkja aðskilnaðinum, sem marg oft hefur verið rætt og samið um, eða í verra fallinu að veita Palestínumönnum þá aðstoð sem þeir þurfa, svo þeir geti barist við hernámslið og landtökumenn Gyðinga á jöfnum fæti.


mbl.is Yfirgnæfandi meirihluti kaus með vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er auðvitað að tala um hefndaraðgerðir Ísraelsmanna og biðst forláts á klaufalegri stafsetningunni.

Jónatan Karlsson, 13.12.2023 kl. 14:44

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Symmetríksur hernaður getur aldrei talist hryðjuverk, sama hvað.

Þegar asymmetríski hernaðurinn fer að bitna á almennum borgurum er það talið hryðjuverk.

Allt annað er skæruliðastarfsemi.

Svo eru afglapar um allan heim sem telja það til hryðjuverka að labba inn í opinberar byggingar eftir lokun.

Margur vill víkka út merkingu orðsins, eða hafna henni alfarið.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2023 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband