Íslenskur aðall

Hér kemur ljóslega fram að fjármálaráðherrann, líkt og reyndar forsætisráðherrann sömuleiðis líta björtum augum til framtíðar og eru fullir bjartsýni, þrátt fyrir að allt stefni hér í þjóðargjaldþrot og endalok fullveldis drauma okkar, þrátt fyrir gnægð náttúruauðlinda, auk dugnaðar og meðfæddra hæfileika landsmanna.

Það eru nefnilega nokkrir tugir eða hundruð Íslendinga, ásamt þeirra nánustu vinum og vandamönnum sem mergsjúga og einoka auðævi landsins og flytja arðinn jafnharðan í traustar erlendar fjármálastofnanir og er því í raun og veru slétt sama þó allt fari í kalda kol hér á náskerinu, því auðvitað hyggjast þessir ættarlaukar eyða ævikvöldinu í Nassau og New York, fremur en í fjölbýli á Eir eða Kumbaravogi.

Það sorglegasta við þessi stórbrotnu fjárplógsstarfsemi, svikin og prettina alla sem bókstaflega drýpur af þessu hefðarfólki öllu, er sú staðreynd að allir munu að lokum tapa á græðgi þeirra og skammsýni, því þó lengi sé unnt að kaupa þögn og stuðning spilltra embættismanna og yfirvalda, þá mun sagan að lokum refsa niðjum þeirra þjóðníðinga allra, sem urðu Íslandi að falli - "One way, or another"


mbl.is Bjartsýnn um afnám gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband