Eru Flugleiðir dauðvona?

Flugleiðum má líkja við hvert annað fyrirtæki, t.d. hverfissjoppuna þína. Þegar eigandinn sefur yfir sig og þú kemur að lokuðum dyrum einn morguninn, eða þá að algenga sigarettutegundin þín er uppseld þann næsta, þá finnur þú þér einfaldlega aðre áreiðanlegri sjoppu og oftast er þetta líka nokkuð öruggt merki um að hverfis sjoppan á horninu sé að leggja upp laupana.

Flugleiðir hefur undanfarin ár,í orði kveðnu og verðlagi verið rekið sem stundvist fyrsta flokks áætlunarflugfélag, en þegar um borð er komið þá breytist reyndar viðmótið í miðlungs lágfargjalda flugfélag, líkt og við flest þekkjum.

Það á alveg sérstaklega við um flugfélög, að annaðhvort eru þau áreiðanleg, eða þau eru það ekki.

Það er huggun harmi gegn, fyrir starfsfólk fyrirtækisins, þegar það stendur uppi atvinnulaust og iðrast ótímabærs verkfalls og niðurrifs aðgerða sinna, að það gæti nefnilega hugsast að þessi álitshnekkur Flugleiða henti eigendum félagsins hreint ágætlega, því margt bendir til að einmitt lífeyrissjóðum þjóðarinnar og helstu eigendum flugfélagsins sé stýrt af erindrekum og flugumönnum ákveðins ríkjasambands sem leynt og ljóst rær nú að yfirtöku auðlynda okkar og fyrirtækja, með það fyrir augum að setja hér allt í kalda kol og gera okkur síðan einhverskonar "rausnarlegt" nauðungartilboð um inngöngu í bandalagið.

Ef þessi illi grunur minn er á rökum reistur,þá kallast þessi aðgerð óvinveitt yfirtaka og föðurlandssvik, fremur en vanhugsað glappaskot starfsfólks Flugleiða.


mbl.is Fundi í kjaradeilu flugmanna lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband