game over

Allt sýnist benda til þess að hvarf þessarar Malasísku flugvélar megi annað hvort rekja til einhverskonar yfirnáttúrulegs brottnáms, eða þá öllu fremur og líklegar til skipulagðs brottnáms og vélin einfaldlega falin einhverstaðar við afskkekta flugbraut á eyju eða meginlandi og örlög farþega auðvitað alls á huldu.

Þessa ályktun byggi ég á mörgum staðreyndum og langar mig að nefna nokkrar hér:

1) Það fer ekki á milli mála, að slökkt var á staðsetningarsendi flugvélar.
2) Það er alveg öruggt að ef vélin birtist ekki á fyrirætluðum tíma á skjám Vietnamskra flugumferðastjóra, þá samstundis ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja.
3) Ef vélin hefði í raun lent einhverstaðar á yfirborði sjávar, þá hefði hún varla lagt vængina upp að búknum ( reyndar líkt og flug 77 hlýtur að hafa gert, þegar Boeing 757
vélin hvarf á ótrúlegan hátt inn í útvegg Pentagon hérna um árið, en það er önnur saga) og smogið eins og dýfingamaður í djúpið.
Ef vélin hefði í raun lent á yfirborði sjávar, þá hefði hún splundrast og brak og lík dreifst um svæðið. Björgunarbátar og björgunarvesti í skærum litum, auk stærri
hluta hverfa ekki af sjálfu sér.
4) Það vakti fljótlega grunsemdir að símar farþega virtust hringja eðlilega, þegar örvæntingafullir ættingjar reyndu að ná sambandi, auk þess sem misvísandi
kenninga um óralanga flugleið þotunar, ýmist í norður eða suður, auk enn dularfyllri gervitunglamynda. Afhverju var þá hvergi hægt að greina sjálfa þotuna á
einhverjum mynda allra þessara gervihnatta?
5) Þessi ógreinilegu merki frá svörtu kössunum, nú á síðustu metrunum, hlýtur að vera hreinn "barnaleikur" að framkalla fyrir hvern þann sem vill að úrskurðað verði
að flugstjórinn hafi bara klikkast og enginn um borð eða á jörðu niðri kveikt á perunni fyrr en löngu eftir að vélin átti að vera lent í Peking


mbl.is Vélinni ekki flogið yfir Indónesíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverðir punktar.

Daníel H (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband