Nafnlausir níðingar og huglausar mýs.

Um þessa nafnlausu níðinga, líkt og þá sem svo eftirminnilega var flett ofan af, nenni ég ekki að eyða orðum í, en mig langar að nefna eina undirtegund, sem ég kýs að kalla "músarhjörtu"

Þessir einstaklingar hafa það fram yfir netníðinga og símahrelli að þeir gera sig breiða í umræðu líðandi stundar og það bæði undir nafni og glansmynd.

Þessir álitsgjafar opinbera djarfar og málefnalegar skoðanir sínar og virðast eðlilega gefa hverjum þeim er vilja, kost á að koma með athugasemdir við orðræðuna líkt og tíðkast, en þar brestur hugrekkið hjá "músarhjartanu" og það kemur í ljós eftir að áhugasamur lesandi eyðir athygli og dýrmætum tíma í að skrifa athugasemd við orðræðu "músarinnar" og sendir henni, þá birtist hún ekki sjálfkrafa fyrir neðan bloggið líkt og venjan er, heldur fær sendandi tilkynningu sem hljóðar eitthvað á þá leið að síðuhafi muni taka ákvörðun um mögulega birtingu athugasemdar eftir nánari skoðun.

Þessi vinnubrögð viðhafu t.a.m. ofurbloggarnir Jón Magnússon lögmaður og öfga "músin" sjálf Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sem gengur lengra og hreinlega útilokar sjálfkrafa athugasemdir sendar frá "neikvæðum" netföngum.

Þessar vinsælu hetjur ritvallarins eru fádæma vinsælar og eiga fjölda skoðanabræðra eins og sést "glögglega" á samstíga jákvæðum athugasemdum við öll skrif þeirra, skiljanlega - ekki satt?

Að eyða tíma í að lesa skrif þessara einstaklinga og sérstaklega að gera einhverjar athugasemdir við skrif þeirra rifjar hreinlega upp máltækið góða, sem fjallar um perlur og ónefnt stærra spendýr.


mbl.is Orðræðan einkennist af persónuníði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Jónatan!  Þetta eru "hetjur".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2014 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband