Dómsmorð

Ómar Ragnarsson bloggar hér af sama tilefni um þetta ljóta mál og rifjar upp tíðarandann, galdrafári líkastann og nefnir þvingaðar játningar sakborninga í ítrasta Guantanamo stíl. Það er sannarlega allt satt og rétt, en það sem Ómari láist að bæta við, er sú staðreynd að allur þessi ótrúverðugi mála tilbúnaður ákæruvaldsins á sér enn glefsandi varðhunda sem standa vörð um niðurstöðu dómsins og þeirra rannsakenda og spunameistara sem sannarlega, hafa margt að fela. Það má hrósa slægvitrum yfirvöldum dóms- og laga fyrir að hafa staðið vörð um niðurstöður dómsins og hörmulegra áhrifa hans á líf svo margra minnimáttar í fullkomnu trássi við almenningsálit og augljósar staðreyndir málsins í hartnær mannsaldur. Núverandi dómsmálaráðherra þarf aðeins að þreyja þorrann nokkra mánuði til viðbótar, áður en hann getur þvegið hendur sínar og rétt keflið áfram með "góðri" samvisku.
mbl.is Ný gögn í Geirfinnsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband