Uppörvandi Forseti

Það var sannarlega uppörvandi að hlusta á Forseta Íslands í viðtali á Útvarpi Sögu fm 99,4 í morgun. Það verður að segjast að hér á landi er ástandið þannig að heillyndi eru fágæt. RÚV er lágkúruleg málpípa stjórnvalda,sem íbúar landsins eru þvingaðir til að kaupa dýrum dómum, með alla óhæfu dagskrárstjórana og flóðið af fréttamönnum sem spyrja ekki spurningana sem æpa á að vera spurðar. Síðan er það ríkisblaðið "Fréttablaðið" sem er svokallaður Baugsmiðill, sem er jú af sama meiði og Stöð 2.Þar er lævís áróður Samfylkingarinnar og annara svokallaðra Evrópusinna í fyrirrúmi, þó svo að almennir borgarar viti ekki hverjir eiga fjölmiðilinn. Það verður þó að segjast um Morgunblaðið, að þar veit maður þó hverjir eigendurnir eru og hverra hagsmuna þeir gæta. Hvað Útvarp Sögu snertir, þá er það nánast furðulegt að ekki skuli vera búið að koma í veg fyrir að almennir borgarar geti þó haft möguleika á að hlusta á þessa einu hlutlausu útvarpsstöð hér í þessu spillingargreni.
Þá eru það nú stjórnmála "fólkið". Ég minnist beinna útsendinga sjónvarps frá Ráðherrabústaðnum í aðdraganda neyðarlagana sem sett voru til að tryggja þessum fáu eigendum alls fjármagnsins sitt, þegar þau Geir, Árni, Þorgerður Katrín o.fl. voru þar á þönum, oftast skælbrosandi, þá voru t.a.m. ekki margir áhorfendur sem gerðu sér grein fyrir 1800 milljóna krónu kúluláni hjónana Þorgerðar Katrínar og Kristjáns Arasonar, sem hún var þarna auðvitað að berjast fyrir. Líklegt er því miður að Geir, Árni og jafnvel flestir sem þóttust vera að ganga erinda þjóðarinnar þessa daga hafi í raun aðeins verið að bjarga eigin mútum og góssi, s.b. þennan dularfulla sjóð 9 sem "Illhugi" var með á sinni könnu og of lítið hefur verið rannsakað. 
Nú er verið að fjalla um þann sjálfsagða hlut að draga nokkra þessara spilltu og vanhæfu stjórnmálamanna fyrir landsdóm, en það verður erfitt, því fjórflokkurinnn stendur saman gegn því, sér í lagi vegna þess að það er ljóst að núverandi leiðtogar munu síðar verða kærðir fyrir landráð ef dómurinn nær nú fram að ganga. 
Í viðtalinu á Útvarpi Sögu fjallaði Ólafur Ragnar mest um nýafstaðna ferð hans til Kína og möguleikunum á jákvæðum samskiptum þessara ólíku þjóða á komandi árum og vil ég hvetja sem flesta til að reyna að hlusta á endurflutning á þessu fróðlega viðtali við hann að segja frá viðleitni hans til að tala máli okkar úti í hinum stóra heimi.
Að lokum verð ég að hafa orð á að ólíkt hafast sumir að. Á meðan Forsetinn, sá sami og stöðvaði drottinsvik Steingríms og hinna 32. með neitunarvaldi sínu í Icesave farsanum, sem enginn (heilvita) deilir nú um að hafi bjargað okkur, reynir að kynna okkur og færni okkar hvað varðar nýtni á jarðvarma, jarðskjálfta vörnum og líka hinum  sérhæfðu hjálparsveitum okkar o.fl o. fl. í Kína, þá tekur tekur "Borgarstjórinn" á móti kínverskri sendinefnd sem kemur sérstaklega í þeim tilgangi að kynna sér (mergsogna) Orkuveitu Reykjavíkur. Jóni Gnarr tókst að því virðist að móðga sendinefndina með því að bera fram formlega kvörtun eða mótmæli vegna mannréttindamála í Kína, sem hann var beðin um að koma á framfæri við athöfn í Ráðhúsinu. Hvaða erlenda ríki sem sendi fulltrúa til Íslands hefur svo hreinar hendur að ekki mætti gera það að föstum lið að bera fram formleg mótmæli við fulltrúan yfir einhverju? Og hvað með okkur sjálf og okkar mannréttindi?  Nei, en svarið við aulahættinum rann upp fyrir mér við lestur næsta helgarblaðs DV. Þar opinberaði einn fulltrúi Hreifingarinnar "náið" samband sitt við borgarstjórann, en einmitt þessi sama alþingiskona Hreifingarinnar starfar í hjáverkum við að standa fyrir mótmælum fyrir utan Kínverska sendiráðið við öll möguleg tækifæri og kennir sig að því virðist fremur við fána Tíbet en Íslands.Ég er ekkert að segja að þingkonan sé að stunda svarta aukavinnu, né heldur hvort atvinnuveitandinn haldi til á Hallveigarstíg eða í Virginiu því kannski er þetta bara hugsjón eða þráhyggja líkt og þessi pistill? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband