Einföld spurning varðandi hernám Ísraela í Palestínu.

Samkvæmt alþjóðasamþykktum þar með talið Genfar sáttmálanum hafa hernumdar þjóðir heimild til vopnaðrar andspyrnu gegn hernámi og er það flokkað sem sjálfsvörn. Palestínumenn hafa því heimild til vopnaðrar andspyrnu við hernám Ísraela. Það er engin munur á því þegar Pelestínumenn drepa ísraelskan hermann og því þegar andspyrnuhreyfingar í löndum sem Þjóðverjar hernámu í seinni heimstyrjöld drápu þýska hermenn.

Þessi málsgrein er reyndar orðrétt höfð eftir Sigurði M. Grétarssyni í ágætri bloggfærslu hans hér á mbl.is.

Það væri annars nógu gaman ef einhverjir af málsvörum Ísraelsmanna gætu einfaldlega svarað því, hvort þessi staðhæfing sé rétt eða röng, án þess að ég sé beinlínis með þeirri spurningu á neinn hátt að bendla svarendur við önnur og myrkari öfl.


mbl.is Mótmælt þriðja daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband