9.8.2009 | 13:58
Icesave-þrælar
Það er eitthvað meir en lítið gruggugt við þann ljóta gjörning að ætla að láta íslenska alþýðu greiða fyrir misheppnað brask fjárglæframanna, sem helst eiga það sameiginlegt að vera í óeðlilega nánum tengslum við stjórnmálaflokka landsins. Hver er ástæða þess að þjóðinni er stöðugt hótað öllu illu ef hún sættir sig ekki við klafann. Hversvegna ekki að láta reyna á vafann. Eru það kannski mútur og kúlulán sem eru enn við völd? Hvort er betra að vera hundur eða dautt ljón, eða öllu heldur: Hvort er sælla að enda í gálga eða gapastokk, því upp komast svik um síðir.
![]() |
Ræða breytingar á Icesave í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.