Vonarneisti

Það kveikti einhvernveginn vonarneista í brjósti mínu að heyra einarðan Davíð Oddson tjá sig um hvernig við Íslendingar ættum að bregðast við þessum óraunhæfu kröfum Breta, Hollendinga og allra hinna nágranana. Það skyldi annars aldrei vera að þetta Icesave og rán ríkisbankanna þar áður sé aðeins fyrstu leikirnir í djöfullegu ráðabruggi til að sölsa undir sameinaða Evrópu ólýsanlegum auðæfum okkar -  Náttúruauðlindunum. Það má segja ýmislegt um Davíð Oddson en það verður þá líka að segja að gamli stólpakjafturinn, Steingrímur Sigfússon er gjörbreyttur maður. Án nánari skýringa á algjörri og skilyrðislausri uppgjöf hans, þá er hann grár og gugginn, líkari manni sem andstæðingurinn hefur náð einhverju ógnar hreðjataki á fremur en manni sem selt hefur sálu sína fyrir veraldlegar vellystingar, eins og manni gæti dottið í hug á þessum síðustu og verstu tímum. Ég svæfi betur í nótt ef þeir Davíð og Bjarni sætu í flugstjórnarklefanum með framsóknar flugfreyjur til aðstoðar, fremur en með feigðarlegan dúettinn sem nú stýrir þjóðarþotunni í þessari örlaga för.
mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góð grein og hverju orði sannara hjá þér.  Er sammála þér með Steingrím, mér fannst maðurinn bara ekki ganga heill til skógar, hvorki andlega né líkamlega.

Sannleikurinn svíkur ekki, hann kemur fyrr eða síðar í ljós.  Og eftir viðtalið við Davíð er ég enn sannfærðari um að maðurinn, með sína yfirburðarþekkingu á málefninu, er sá sem á að leiða okkur í gegnum þennan brimskafl. 

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég sá alveg ljómandi skemmtilegt viðtal um daginn (sem tekið var gegnum miðil haustið 1945) Þar var rætt við mann sem kvaðst hafa verið uppi í Þýskalandi framundir miðbik tuttugustu aldar og heita Adolf (Hitler eða eitthvað svoleiðis í eftirnafn). Hann sagðist alla tíð hafa séð fyrir að heimstyrjöldin seinni myndi enda með ósköpum og í viðræðum sínum við Göring og Himmler hefði hann sagt á þá leið að "þið getið herjað og eyðilagt allt í Póllandi og Rússlandi en þið hafið ekkert leyfi til þess að eyðileggja Þýskaland kálfarnir ykkar"!

Samt hefði verið látið alveg fáránlega illa við sig og vondir menn hefðu sótt að sér með vopnum og reynt að flæma sig útúr einhverju seðlabankalíku vel steyptu byrgi þar sem honum fannst hann eiga svo vel heima og vera þjóð sinni til gagns og sóma þar sem hann sat...

Horfði á þetta viðtal. Það er alveg með ólíkindum hvað blessaður maðurinn getur látið útúr sér, og komist upp með það.

Spurt var hvort hann teldi sig bera einhverja ástand á bankahruninu. Svarið var á þá leið; Við berum öll einhverja ábyrgð og ég þá að sjálfsögðu líka. Spyrill: En hefur þú ekki verið æðsti eða meðal æðstu manna undanfarin 50 ár? Svar: Ég varð forsætisráðherra árið 91 og hófust þá miklir frjálsræðistímar og uppgangur mikill meðal þjóðarinnar. Og...? hugsaði ég, en það var ekki spurt meir.

Ég fór að hugsa; var hann kannske laungu hættur í pólitík þegar Landsbankinn var seldur og keyptur með peningum úr hinum ríkisbankanum og aldrei borgað? Davíð er svo ótrúlega brattur eitthvað og sannfærandi að ég fór stórlega að efast um mitt eigið minni. Var hann kannske ekki seðlabankastjóri heldur? Ég hreinlega varð að fara á Wikipedia til þess að taka af allan vafa. Og jú, þar stendur reyndar þetta: "Davíð Oddsson (fæddur 17. janúar 1948) er íslenskur stjórnmálamaður og var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004 lengst allra, en var einnig borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005. Davíð gegndi stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans 2005 til 2009.

Svo komu gullkornin hver af öðru. Hann er til dæmis að safna saman gögnum sem sýna að Seðlabanki Íslands vissi af aðsteðjandi bankakreppu og heimskreppu laungu á undan öllum öðrum bönkum heims. Nýr Nostradamus er upprisinn mitt á meðal vor GetLost

Og gengi íslensku krónunnar var á uppleið en hríðféll þegar "gerð var aðför að seðlabankanum" eins og hann kallar það þegar honum var loksins komið þaðan út. Gengi íslensku krónunnar er sem sagt háð því hvort Davíð Oddsson dinglar sér í aðal stólnum í Seðlabankanum eður ei Grin

Jón Bragi Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 00:28

3 identicon

Steingrímur virkaði á mig sem örvæntingarfullur og frekar sorglegur í þessari tilraun sinni til að klína Icesave á Sjálfstæðisflokkinn.   Hann espaðist allur upp og maður sá örstutt glytta í gamla stjórnarandstæðinginn en það hvarf þó fljótlega aftur fyrir örvæntingunni. 

En ég er sammála þér Jónatan.  Davíð náði að kveikja smá vonarneista.  Það er eitthvað sem öðrum ráðamönnum hefur ekki tekist undanfarið.   

Það er eftirsjá eftir Davíð úr stjórnmálunum.  Annan eins leiðtoga mun þjóðin eflaust aldrei aftur sjá.  AMK ekki í heilagri Jóhönnu sem vill frekar selja djöflinum þjóðina gegn inngöngu í ESB frekar en að berjast fyrir sjálfstæði hennar.

Hrafna (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband