5.7.2009 | 19:56
Þjóðníðingur - Að eilífu
Ég mæli með að hver sá sem sannarlega verður fundin sekur um að hafa valdið föðurlandi sínu og þjóð tjóni með fullri vitund, verði úrskurðaður - Þjóðníðingur, auk annara þeirra dóma sem þessir gjarna "hálu" einstaklingar kunna að sitja uppi með að leikslokum, þrátt fyrir að vera vel tengdir og jafnvel innanbúðar í máttlausu og jafnvel spilltu réttarkerfi lýðveldisins. Sá sem er einu sinni úrskurðaður Þjóðníðingur, er og verður það um aldur og æfi og þá er ekki um neinar sýndar sakaruppgjafir né annan hvítþvott að ræða. Þjóðníðingurinn er aldrei velkominn á Íslandi og hans nafn mun ætíð rifja upp tímann, þegar Ísland var loks á góðri siglingu eftir margra alda hremmingar, en hann og fáeinir hans líkar seldu fósturjörðina og komandi kynslóðir aftur í ánauð fyrir skjótfenginn gróða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
heyr, heyr
María (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 20:07
Vel mælt
Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 21:02
Ég sé marga fyrir mér með þessa nafnbót í dag.
Árni Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.