Heilaþvottur

Stundum er heimsmynd blaðamanna Mbl. afskaplega einfeldningsleg, eins og þegar þeir þýða fréttir og umsagnir upp úr bandarísku "pressunni" líkt og í þeirri staðhæfingu að kalla Dalai Lama andlegan og veraldlegan leiðtoga Tíbeta. Þessi staðhæfing getur líklega gengið í biblíubelti heilaþvegina kana, en ef blaðamenn Mbl. myndu vilja kynna sér þetta mál ögn betur, þá eru nýyfirstaðin mikil hátíðahöld í Tíbet í tilefni þess að það voru 60 ár frá að óvinsæl harðstjórn fámennrar yfirstéttar hrökklaðist frá völdum í útlegð til Indlands, sem þá var enn undir stjórn Breta. Þessi svokallaða útlagastjórn Tíbeta ásamt æðstaklerki þeirra fyrrnefndum, er svo sárt saknað, eða hitt þó heldur, að jafnvel mestu öfgamenn í rykugum afkimum Pentagon, láta það ekki hvarfla að sér að reyna að fá "staðföstustu" leppríki Bandaríkjana til að viðurkenna þessa þá hötuðu klíku.  Þeir standa þó líklega að baki mótmæla á borð við þau er fóru fram við Kínverska sendiráðið hér í Reykjavík um margra vikna skeið - Einmitt á sama tíma og einhverjum hefði fundist frekari ástæða til mótmæla við önnur sendiráð, t.a.m. vegna fjöldamorða óbreittra borgara í Palestínu eða þá allavega vegna beytingar  Breta á hryðjuverkalögum gagnvart okkur.

Nýlega voru sýndir í bandarísku sjónvarpi ferðaþættir tveggja bandarískra ungmenna um Tíbet - Tibet Diary og er haft eftir t.a.m. Bandarískum þingmönnum að þeir hafi gjörbreytt stöðluðu áliti þeirra á stöðu mála í Tíbet. Fyrir fróðleiksfúsa blaðamenn Mbl. þá má nálgast þessa þætti á google og you tube, því að það gæti orðið bið á að sjá þessa fróðlegu ferðaþætti í hérlendum fjölmiðlum, því stundum eru hinir staðföstu fréttamiðlar okkar kaþólskari en sjálfur páfinn í Róm.


mbl.is Styttist í komu Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband