21.1.2009 | 10:54
Ágætis byrjun
Þessi mótmæli við alþingishúsið voru vonandi byrjun á einhverri atburðarás, sem gæti leitt þjóðina út úr þessari "kreppu" Æskilegt væri að stjórnin með sína glefsandi varðhunda streyttist á móti uns hún yrði hreinlega að flýja með skottið á milli fótana, því nú er enginn Sámur frændi lengur til að hrópa á þegar lýðurinn vill narta í köku hinna útvöldu. Málið er að nú dugir ekki lengur fyrir stjórnvöld að segja af sér og boða til kosninga og skipta upp á nýtt og halda síðan áfram. Nei, þjóðin getur ekki kosið neinn af þessum flokkum, því þetta virðist allt vera meira og minna sama klíku og flokka potið. Þetta lýðveldi er of rotið til að hægt sé að bjarga því. Það verður að kjósa hóp valinkunnra vammlausra einstaklinga til að fara með einhverskonar þjóðstjórn uns hægt verður að koma á einhverju varanlegu stjórnar mynstri. Fólkið er ekki einungis að mótmæla sitjandi stjórnvöldum, heldur öllu heldur þessu gerspillta þjóðfélagi hinna fáu útvöldu.
Óslóartréð borið á bálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju fær þjóðin ekki að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún greiði Icesave reikningana með allri þeirri fátækt sem þeir kosta okkur eða hvort við hunsum þá með allri þeirri fyrirdæmingu sem það kostar okkur.
Aldrei höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins örlögum, og það er lágmark að þjóðin fái að kjósa um þetta.
Ríksistjórnin er með ESB umræðunni að leiða athygli þjóðarinnar frá þessu hrikalega máli.
Guðrún Sæmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.