Ömurleg hræsni að kveikja á Friðarsúlunni í Viðey.

Í dag er þess minnst, að áttatíu og fimm ár eru liðinn frá því að tónlistarmaðurinn og friðflytjandinn John Lennon fæddist í Liverpool og í því tilefni hyggjast íslensk yfirvöld nú í nítjánda sinn að kveikja á Friðarsúlunni í Viðey, sem er auðvitað verk og hugarfóstur Yoko Ono, ekkju Lennons og var staðsetning verksins að sjálfsögðu valinn með hliðsjón af hlutleysi og friðsamri utanríkisstefnu Íslendinga.

Nú er öldinn önnur og Íslendingar styðja viðurstyggilegt þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni með fullkomlega óbreyttum samskiptum við þá og ekki síður stórveldið sem gerir þeim kleyft að fara öllu sínu fram og enginn virðist dirfist að nefna.

Íslendingar eru nú líka orðnir beinir þátttakendur í stríði gegn Rússum, sem fyrir utan að hafa frá upphafi verið vinveittir Íslandi og má í kaldhæðni mögulega líka þakka þeim og framlagi þeirra í síðari heimstyrjöldinni fyrir að ódauðleg lög Bítlana voru samin og sungin enn í dag á ensku en ekki á þýsku.

Mér þykir ekki líklegt að Yoko Ono og hennar fólki þyki viðeigandi að taka þátt í viðburði dagsins í Viðey.


mbl.is Sögulegur dagur sem gefi von um frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband