Enn bætist við ný atlaga gegn eðlilegu umferðarflæði í Reykjavík.

Ég get ekki orða bundist yfir nýjustu málamynda ástæðu borgaryfirvalda höfuðborgarinnar til að bæta við enn einni ljósastýrðri tuga milljóna þrengingu til viðbótar í Lækjargötu og rökin fyrir framkvæmdinni eru byggð á sorglegu banaslysi sem varð þar á horninu, þegar skotbómulyftari ók frammúr strætisvagni með gaflana í nálægt meters hæð frá jörðu, rétt eins og banvæn spjót, sem auðvitað er skýlaust brot á mikilvægustu reglu lyftarastjóra, að hafa gaflana í akstri rétt yfir jörðu hvort sem er á vinnusvæði eða í umferð, sem auðvitað krefs enn frekari aðgæslu.

Hlutverk þeirra yfirvalda sem sjá um skipulag umferðarmála hér á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að vera öðru fremur að skipuleggja umferðarmannvirki á þann veg, að flæði þeirra sem nota gangi greiðlega og örugglega fyrir sig og til þess auðvitað að beita öllu tiltæku hugviti og heilbrigðri skynsemi til að greiða úr því flókna verkefni, líkt og tíðkast víðast annarstaðar.

Ég væri fús til að eyða nokkrum klukkustundum af dýrmætum tíma mínum með þeim að því virðist dæmalausu einfeldningum sem störf hafa við rekstur og skipulag umferðarmála Reykjavíkur í vetvangsskoðun um helstu umferðaræðar Reykjavíkur einungis til að benda á og útskýra fyrir þeim á einfaldan hátt versta ruglið, bullið og ýmsa vankanta, sem oft mætti breyta og laga á einfaldan hátt.


mbl.is Sett verði upp umferðarljós við vettvang banaslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband