25.8.2025 | 18:04
Morðin virðast ekki snerta valkyrjurnar.
Það er ekki að sjá, að morðin á íbúum Palestínu raski ró þeirra Kristrúnar, Þorgerðar og Ingu, svo ekki sé minnst á brosmildar stöllurnar, biskupinn og forseta þjóðarinnar.
Alla eiga þær það sameiginlegt þessar konur, að geta haft áhrif í átt til að stöðva blóðbaðið og það einungis með opinberum yfirlýsingum hverrar þeirrar sem væri.
En það er líklega best að rugga ekki bátnum.
![]() |
Morðin ættu að hneyksla heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Né morð Rússa á Úkraníuþjóðini.
Skrýtið hversu lítið er talað um það stríð, sem er samt miklu verra heldur en stríðið hjá Ísrael/Palastínu.
Skil nú samt ekki hvernig Ísland á að stöðva eitthvað, með einhverjum yfirlýsingum, sem engin tæki mark á.
Og það vita yfirvöld.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.8.2025 kl. 18:54
Eins og komið hefur fram í fréttum er mannfallið í Úkraínu af völdum árása tilviljanakenndara og minna í heildina, einnig er þar um hefðbundinn stríðsrekstur að ræða og Rússar falla ekki síður, sumir segja fleiri, en um útrýmingu Gazabúa er að ræða og því röng fullyrðing hjá Birgi hér á undan að Úkraínustríðið sé verra. Slíkt segja helzt þeir sem eru meðvirkir, til dæmis af trúarástæðum.
Í Gaza er fólk svelt og drepið á mjög litlu svæði, sem er þéttbýlt. Vilji Ísraelsstjórnar er alveg ljós. Rétt eins og í Helförinni gegn þeim sjálfum er ætlunin að flæma Palestínumenn í burtu, útiloka að þeir stofni sjálfstætt ríki, eða að öðrum kosti taka af lífi! Það er fullkomin grimmd!
Það er varla hægt að tala um stríð á milli Ísraels og Gazabúa. Hryðjuverk á báða bóga og vörn gegn hryðjuverkum?
Tek undir með Jónatan, rétt eins og yfirlýsingar breyttu því að klofningsríki Sovétríkjanna voru fyrr viðurkennd, þá gætu Íslenzkar ráðfrúr breytt heimsmálunum með því að vera ákveðnar, ekki tvístíga svona endalaust.
Ingólfur Sigurðsson, 25.8.2025 kl. 19:05
Tortímingu Gaza Spáði Jeremía um 600 f. Kr.
Þetta birtist Jeremía spámanni sem Orð Drottins um Filista (Palestínumenn), áður en Faraó vann Gasa:
Svo segir Drottinn: Sjá, vatn (herveldi) kemur streymandi úr norðri og verður að á, sem flæðir yfir. Það flóir yfir landið og það, sem í því er, yfir borgir og íbúa þeirra, svo að menn æpa hátt og allir íbúar landsins hljóða vegna dynsins af hófastappi hesta hans, vegna skröltsins í vögnum (skriðdrekum) hans og glymsins í hjólum hans.
Feðurnir líta ekki við til barna sinna af því að hendur þeirra eru orðnar lémagna vegna dagsins, sem kominn er til að eyða öllum Filistum (Palestínumönnum).
Til að uppræta fyrir Týrus og Sídon sérhvern hjálparmann (stuðningsmann Hamas) sem enn er eftir. Því að Drottinn mun eyða Filistum (Palestínumönnum), leifum Kaftór strandar.
„Gasa er orðin sköllótt, Askalon í eyði lögð; þér leifar Anakíta, hversu lengi ætlið þér að rista á yður skinnsprettur?“
Æ, sverð (skotspjót) Drottins, hve lengi ætlar þú að vera hvíldarlaust? Drag þig aftur í slíðrar þínar, still þig og hljóðna!
Hvernig ætti það að hvílast, þar þegar Drottinn hefir gefið því skipun? Til Askalon og til strandar hafsins, þangað hefir hann ætlað því för. (Jer. 47:1-7).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 25.8.2025 kl. 19:44
Þesar herfur eru ekki að fara að stöðva eitt eða neitt.
Þær fljóta bara með og fá fyrir það borgað.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.8.2025 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning