Tönn fyrir auga og auga fyrir tönn?

Það hlýtur að vera tímabært að stríðsglæpamaðurinn Benjamín Netanjahú og margir af samstarfsmönnum hans verði dregnir til ábyrgðar fyrir glæpi sína, líkt og t.d. karlar á borð við skrifstofublókina Adolf Eichmann sem dóma hlutu fyrir glæpi sína.

Íslenskir zionistar og stuðningsmenn þessara óþokka, sem viðra gjarna skoðanir sínar hér á mogga blogginu komast t.d. vart hjá því að taka eftir vaxandi mótmælum gyðinga sjálfra, bæði í Ísrael og Bandaríkjunum gegn þjóðarmorðinu á Gaza og Vesturbakkanum og er þá mikið sagt.

Er ekki tími til komin að þessir óþokkar fái að kenna á þeirra eigin aðferðum?

P.S.
Hvað stór undarlegt Rússahatur okkar snertir, sem reyndar oft virðist fara saman við megna andúð á Donaldi karlinum Trump, þá ætti það sama fólk líka að taka hausinn út og veita stórfelldum mótmælum í Evrópu gegn stuðningi við núverandi yfirvöld og stríðsrekstur í Úkraínu athygli.


mbl.is Leggur fram uppfærða hernaðaráætlun á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sammála sem oftar. Leitt er þegar mætustu menn láta trúna blinda sig. Nú ættu íslenzk yfirvöld að veita því athygli að BRICS blokkin stendur vel en Vesturlönd í kröggum. Það er vísbending um að hlutleysi væri kannski skynsamlegra en að styðja annan aðilann.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 5.8.2025 kl. 14:54

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér innlitið félagi.

Ég er líka sannfærður um að það myndi einungis styrkja stöðu Íslands, ef við gengjum í hóp þeirra fjölmörgu landa sem óska eftir inngöngu í BRICS bandalagið, sama hvernig sem sú umsókn okkar gengi í fyrstu tilraun.

Jónatan Karlsson, 5.8.2025 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband