2.7.2025 | 05:01
Hugrakkur Stefán Jón Hafstein
Eftirfarandi færsla er stytt samantekt á látlausri frétt RÚV, þar sem vitnað er í grein Stefáns Jóns frá þriðjudegi í Vísi, en að mínu mati eru þetta mikil tíðindi og full ástæða til að auglýsa frekar hér í dauðaþögninni á mbl.is:
Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, vill útiloka Ísrael frá þátttöku í söngvakeppni Eurovision og segir að nota þurfi sömu mælikvarða gegn Ísrael og voru notaðir gegn Rússlandi á sínum tíma.
Við verðum að vísa þessum þjóðum frá gleðisamkomum á vegum evrópskra sjónvarpsstöðva segir hann og bendir á að allar helstu mannréttindastofnanir, þar á meðal Alþjóðaglæpadómstóllinn, Læknar án landamæra, Alþjóða Rauði krossinn og sjö forsætisráðherrar Evrópu, þar á meðal Íslands, hafi krafist þess að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum.
Nota þurfi því sömu mælikvarða gegn Ísrael og voru notaðir gegn Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu.
Það er búið að svara spurningunni um hvort Eurovision, eða söngvakeppni, sé ópólitísk. Það var gert eftir árásina á Úkraínu af hálfu Rússlands. Þá var Rússlandi réttilega vísað burt. Við getum ekki notað önnur siðferðisleg sjónarmið gagnvart Ísrael heldur en gagnvart Rússum, segir Stefán.
Í greininni lýsir hann sínum skoðunum en þátttaka Íslands hefur ekki komið til umræðu hjá nýkjörinni stjórn.
Meirihlutinn myndi styðja tillögu ef hún kæmi fram á vettvangi EBU um að vísa Ísrael úr keppninni en stjórnin sjálf hefur ekki tekið efnislega afstöðu til þessa, en bókun meirihlutans hljóðar svo:
Komi fram tillaga á vettvangi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr samtökunum og/eða söngvakeppninni vegna framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart íbúum á Gasa-svæðinu beinir stjórn RÚV þeim tilmælum til Ríkisútvarpsins að styðja slíka tillögu að höfðu samráði við stjórn.
![]() |
Lofar að standa fast á sínu gegn Netanjahú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning