2.7.2025 | 05:01
Hugrakkur Stefán Jón Hafstein
Eftirfarandi færsla er stytt samantekt á látlausri frétt RÚV, þar sem vitnað er í grein Stefáns Jóns frá þriðjudegi í Vísi, en að mínu mati eru þetta mikil tíðindi og full ástæða til að auglýsa frekar hér í dauðaþögninni á mbl.is:
Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins, vill útiloka Ísrael frá þátttöku í söngvakeppni Eurovision og segir að nota þurfi sömu mælikvarða gegn Ísrael og voru notaðir gegn Rússlandi á sínum tíma.
Við verðum að vísa þessum þjóðum frá gleðisamkomum á vegum evrópskra sjónvarpsstöðva segir hann og bendir á að allar helstu mannréttindastofnanir, þar á meðal Alþjóðaglæpadómstóllinn, Læknar án landamæra, Alþjóða Rauði krossinn og sjö forsætisráðherrar Evrópu, þar á meðal Íslands, hafi krafist þess að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum.
Nota þurfi því sömu mælikvarða gegn Ísrael og voru notaðir gegn Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu.
Það er búið að svara spurningunni um hvort Eurovision, eða söngvakeppni, sé ópólitísk. Það var gert eftir árásina á Úkraínu af hálfu Rússlands. Þá var Rússlandi réttilega vísað burt. Við getum ekki notað önnur siðferðisleg sjónarmið gagnvart Ísrael heldur en gagnvart Rússum, segir Stefán.
Í greininni lýsir hann sínum skoðunum en þátttaka Íslands hefur ekki komið til umræðu hjá nýkjörinni stjórn.
Meirihlutinn myndi styðja tillögu ef hún kæmi fram á vettvangi EBU um að vísa Ísrael úr keppninni en stjórnin sjálf hefur ekki tekið efnislega afstöðu til þessa, en bókun meirihlutans hljóðar svo:
Komi fram tillaga á vettvangi EBU um að vísa ísraelska ríkisútvarpinu úr samtökunum og/eða söngvakeppninni vegna framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart íbúum á Gasa-svæðinu beinir stjórn RÚV þeim tilmælum til Ríkisútvarpsins að styðja slíka tillögu að höfðu samráði við stjórn.
![]() |
Lofar að standa fast á sínu gegn Netanjahú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki einu sinni nasistarnir gerðu eins og Zionistarnir eru að ástunda, og okkur var kennt að nasistarnir væru það versta af öllu vondu.
Ísraelsher stundar nú að setja upp matarúthlutanir handa sveltandi palestínuþjóðinni og þegar svangt fólk mætir í matinn, er það skotið eins og skipnur, tugum og hundruðum saman.
... á vakt Lýðveldisins 1944!
Guðjón E. Hreinberg, 7.7.2025 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.